Dómstóllinn er við Lækjartorg

Það hefur verið furðulegt að fylgjast með umræðum um að vafi leiki á því hvaða dómstóll eigi að fjalla um kröfur Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna uppgjörs á skuldum íslensks einkabanka við einstaklinga í þessum löndum. Um leið og Svavarssamningurinn var undirritaður benti undirritaður á það, líklega fyrstur manna opinberlega, að engin ríkisábyrgð ætti, eða mætti, vera á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta, enda þyrfti þessar þjóðir þá ekki að beita hótunum og þvingunum til að fá sínu framgengt.

Þó ótrúlegt sé fyrirfundust fjöldi manna sem tilbúnir voru til að styðja ríkisstjórnina í þeirri fyrirætlan hennar að setja þjóðarbúið á hausinn með miklum hraði, en sem betur fór tókst Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir að Svavarssamningurinn næði fram að ganga. Í framhaldi af umræðunum um ríkisábyrgðina héldu ýmsir því fram, að enginn dómstóll væri til sem hægt væri að láta skera úr um ágreining í þessu efni og fór þar fremstur manna Eiður Guðnason, fyrrverandi þingmaður og sendiherra, en strax 23. júní 2009 var honum og öðrum bent á að varnarþingið væri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Það blogg má sjá Hérna

Fyrir löngu hafa allir viðurkennt, þar á meðal háttsettir aðilar innan ESB, að engin ríkisábyrgð sé, eða hafi verið, á tryggingasjóðunum og nú hefur fengist yfirlýsing frá fulltrúa ESA um að EFTAdómstóllinn geti ekki dæmt Ísland til greiðslu ólögvarinna fjárkrafna og að slíkt mál yrði að reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Furðulegt hvað einföld mál geta flækst lengi fyrir ólíklegasta fólki.


mbl.is Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn klúðurs og lögleysu

Með því að ætla að hunsa niðurstöðu Hæstaréttar um ólögmæti stjórnlagaþingskosninganna og láta úrslitin standa óhögguð og halda stjórnlagaþingið, undir dulnefni, eins og ekkert hefði í skorist er ríkisstjórnin að bæta enn einu hneykslinu við langan lista klúðurs og lögleysu í stjórnarathöfnum sínum undanfarin tvö ár.

Í öllum siðmenntuðum ríkjum hefði Innanríkisráðherra sagt af sér eftir að hafa staðið fyrir og borið ábyrgð á kosningu, sem dæmd hefði verið ólögleg af Hæstarétti viðkomandi ríkis, Umhverfisráðherra, sem dæmdur hefði verið vegna lögbrota í stjórnarathöfnum, hefði hvergi verið sætt deginum lengur í embætti í þróuðu réttarríki, Forsætis- og fjármálaráðherrar, sem hefðu í tvígang reynt að selja þjóð sína í áratuga skattaþrældóm fyrir erlend kúgunarríki, hefðu alls staðar annarsstaðar en á Íslandi sagt af sér og boðað til kosninga og svona mætti lengi telja upp klúður og lögleysur þeirrar örmu ráðherra sem illu heilli hanga ennþá við völd hér á landi.

Nýjasta útspilið, þ.e. að skipta einungis um nafn á stjórnlagaþinginu, en láta allt annað standa óbreytt, þrátt fyrir Hæstaréttardóminn, lýsir engu öðru en hroka, staðföstum lögbrotavilja og vanvirðingu við það réttarríki sem álitið hefur verið að væri við lýði.

Hlátur umheimsins vegna klúðraranna í ríkisstjórn Íslands er hljóðnaður.  Vorkunsemi er tekin við.


mbl.is Uppkosning talin eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband