ASÍ ætti að styðja dómara í launamálunum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýrir Kjararáð harðlega fyrir að samþykkja auknar launagreiðslur til dómara vegna aukins vinnuálags á þá vegna efnahagsglæpanna sem um þessar mundir hrúgast inn til dómstólanna og fyrirsjáanlegt er að fjölgi mikið á næstu mánuðum og misserum.

Þar sem þetta er ekki hækkun fastra launa dómaranna, heldur greiðsla fyrir aukna yfirvinnu, verður þessi afstaða forseta ASÍ að vekja furðu, því varla ætlast hann til þess að launafólkt taki á sig að vinna lengri vinnudag, án þess að fá greitt fyrir það.  Það er furðuleg kjarabarátta fulltrúa launafólks og varla myndir Alþýðusamband Íslands samþykkja að á almennum vinnumarkaði yrði fólk skikkað til að vinna einn til tvo yfirvinnutíma, daglega, án þess að fá greitt fyrir þá yfirvinnu.

ASÍ ætti að fagna því að sanngirni sé sýnd og fólk í opinberri þjónustu fái greitt fyrir vinnu sína og ef það þarf að leggja á sig lengri vinnudag, þá sé sjálfsagt að greitt sé fyrir þá aukavinnu.  Á almennum vinnumarkaði hefur starfsfólk misst vinnuna þúsundum saman og flestir þurft að taka á sig algert yfirvinnubann og enn aðrir þurft að sætta sig við skert starfshlutfall og svo eru stórir hópar sem flúið hafa land í atvinnuleit. 

Engum myndi detta í hug og allra síst ASÍ, að samþykkja að starfsfólk á almenna markaðinum hefði verið skikkað til að vinna óskerta yfirvinnu áfram, en fá aðeins greidd laun fyrir dagvinnuna.

Einhver hefði nú talið, að samræmi ætti að vera í málflutningi forystumanna launþega, að þessu leyti og í staðinn fyrir að kvarta yfir þessum yfirvinnugreiðslum, hefði Gylfi átt að fagna því að þetta fyrirkomulag á vinnutíma ætti að leiða til þess að hraðar gengi að koma lögum yfir gengin sem efnahagshruninu ollu.

Þegar aftur dregur úr álagi á dómstólana, verður jafn sjálfsagt að minnka þessa yfirvinnu aftur og fækka dómurum.


mbl.is Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt vígið fallið

Mál og menning hefur verið lýst gjaldþrota og þar með hverfur af sjónarsviðinu enn eitt af þeim gamalgrónu fyrirtækjum sem settu svip sinn á þjóðlífið áratugum saman. Á kaldastríðsárunum var Mál og menning helsta vígi vinstrisinnaðra rithöfunda og Almenna bókafélagið gaf á hinn bóginn út verk hægrisinnanna í bókmenntaheiminum og voru litlir kærleikar þar á milli.

Almenna bókafélagið fór á hausinn fyrir mörgum árum og nú fellur hitt vígið frá þessum árum og þar með lýkur merkilegum kafla í menningarsögu þóðarinnar. Erlendis er algengt að fyrirtæki á öllum sviðum nái háum aldri, jafn vel nokkur hundruð ára, og nægir að nefna í sambandi banka, iðnfyrirtæki, bari og útgáfufyrirtæki.

Íslendingar hafa hins vegar sjaldan náð að reka nokkurt fyrirtæki nema í eina til tvær kynslóðir, en fæst lifa af þriðju kynslóðina og væri þarft verk að rannsaka þessa einkennilegu og sérstöku viðskipasögu íslenskra fyrirtækja.

Banka- og útrásargegnin náðu aðeins að reka sín fyrirtæki í 10-15 ár, áður en þau hrundu eins og spilaborg og þá aðallega vegna rána innanfrá, sem svo leiddi til þess að varla er nokkurt rekstrarhæft fyrirtæki efir í landinu.

Núlifandi Íslendingar munu varla lifa það, að nokkurt fyrirtæki sem kveði að muni ná eitthundrað ára aldri, enda virðast þeir sem taka við rekstri þeirra af stofnendunum og frumkvöðlunum aðallega hugsa um að ná sem mestum arði út úr fyrirtækjunum í eigin vasa, í stað þess að hafa rekstur, uppbyggingu og hag fyrirtækjanna sjálfra í fyrirrúmi.

Á meðan slíkur hugsunarháttur ríkir hérlendis munu fyrirtækin deyja ung, eins og raunin hefur verið fram til þessa.


mbl.is Bókabúð Máls og menningar gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband