16.2.2011 | 22:19
Mun Ólafur Ragnar sækjast eftir endurkjöri?
Í upphafi árs í fyrra, þegar Ólafur Ragnar neitaði lögunum um Icesave II staðfestingar, urðu alger vinslit með honum og fyrrum samstarfsmanna hans og félaga í stjórnmálunum til margra ára, þ.e, Steingríms J. og þó sérstaklega Össurar Skarphéðinssonar, og sendu þeir félagar forsetanum marga baneitraða pilluna vegna málsins.
Vegna þessarar forsögu munu ráðherrarnir ekki geta treyst á neinn góðvilja af hálfu Ólafs Ragnars, þegar hann leggst undir feld til að hugsa hvað muni koma honum sjálfum best í ljósi sögunnar, því það sem kitlar hégómagirnd Ólafs Ragnars mest er að hans verði minnst í sögunni sem forsetans sem gjörbreytti forsetaembættinu og nýtti sér fyrstur forseta heimildina til að synja lögum staðfestingar, þannig að þeim yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram að því hafði verið "dauður" bókstafur í stjórnarskránni.
Steingrímur J. sendir Ólafi Ragnari skýr skilaboð, þegar hann segir að lögin hafi verið afgreidd með "auknum meirihluta" á Alþingi og því sé mikil samstaða um lagasetninguna og þar af leiðandir algerlega út í hött að vísa þeim til endanlegrar afgreiðslu kjósenda.
Ekkert mun skipta máli við afgreiðslu forsetans annað en hans eigið egó og hvað hann sjálfur muni hafa út úr því að synja lögunum staðfestingar. Ólafur var einn óvinsælasti maður þjóðarinnar eftir hrun, en sneri því upp í að verða einn sá vinsælasti á einum degi, þ.e. með því að neita að skrifa uppá frumvarpið gríðaróvinsæla um Icesave II.
Afstaða Ólafs núna mun ráðast af því hvort hann hyggst bjóða sig fram til setu á forsetastóli eitt kjörtímabil enn. Sé það ætlunin mun hann neita lögunum um Icesave III staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sé hann ákveðinn í að hætta í forsetaembættinu að þessu kjörtímabili loknu, mun hann staðfesta lögin og mun ekki skorta orðaforða og orðskrúð til að réttlæta þá gjörð.
Afgreiðala hans mun því væntanlega einnig gefa vísbendingu um hvað hann muni gera í næstu forsetakosningum.
![]() |
Afgreitt með auknum meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2011 | 15:48
Kjósendur hafa ekki vit á "svona máli"
Úrslit í atkvæðagreiðslu Alþingis um Icesave III er lokið og það sama er að segja um breytingartillögur sem gerðu ráð fyrir að lögin tækju ekki gildi nema þau yrðu staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Lögin um ríkisábyrgð á skuldum einkabanka, sem rekinn var á glæpsamlegan hátt, var samþykkt með talsverðum meirihluta, en tillögurnar um að vísa endanlegri ákvörðun í málinu til þjóðarinnar var samþykkt með litlum mun, eða 33 atkvæðum gegn 30. Helstu rök þingmanna fyrir því að hafna beinum afskiptum þjóðarinnar voru þau, að "svona mál" hentaði ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og að þingmenn væru til þess kjörnir að afgreiða "svona mál" sjálfir.
Þessi afstaða er mikil móðgun við kjósendur, sem þessir þingmenn telja nógu góða og gáfaða til að kjósa þá sjálfa á þing, en hafi hins vegar ekkert vit á "svona málum" og geti því ekki tekið skynsamlega afstöðu til þeirra. Með því að vísa málinu til þjóðarinnar hefðu talsmenn þeirra sem vildu samþykkja og hinna, sem vildu hafna frumvarpinu, haft gott tækifæri í aðdraganda kosninganna til þess að leggja öll spil á borðið og útskýra sína afstöðu og á hverju hún væri byggð.
Kjósendur eru ekki algjör fífl og hefðu vel getað meðtekið skýringar beggja fylkinga og lagt síðan sitt mat á það hvað rétt væri að gera í stöðunni. Að halda því fram að kjósendur hefðu ekki forsendur til að meta "svona mál" eru algerlega fáránlegar og eingöngu til þess fallnar að lítilsvirða þá sem eiga að búa við þessi lög og greiða allan kostnað þeirra vegna, sem fljótlega mun koma fram í skattahækkunum, sem fylgja "svona máli".
Kjósendur munu ekki verða búnir að gleyma þessari framkomu í sinn garð í næstu Alþingiskosningum.
![]() |
Icesave-samningur samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.2.2011 | 09:58
Réttarríkið vann, ofstopalýðurinn tapaði
Með dómi Héraðsdóms yfir "níumenningunum" staðfestist endanlega að hérlendis er ennþá réttarríki og dómstólunum algerlega treystandi til að kveða upp rétta dóma samkvæmt lögum landsins og að sama skapi opinberaðist endanlega fáránleikinn í framkomu "níumenninganna" og "stuðningsmanna" þeirra á meðan að á málarekstrinum stóð.
Samkvæmt fréttinni var niðurstaða réttarins sú, að "Andri Leó var ákærður fyrir að bíta tvo lögreglumenn og hrinda þingverði á ofn. Þór var m.a. ákærður fyrir að halda hurðinni opinni fyrir hópnum, sem fór inn í Alþingishúsið 8. desember 2008. Tvær konur, Sólveig Anna Jónsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, voru dæmdar í 100 þúsund króna sekt en aðrir voru sýknaðir."
Með þessu virðist Héraðsdómur einungis dæma þá sem allra harðast gegnu fram í ofstopanum og sýknar alla hina, en stór hópur "stuðningsmanna" hefur látið öllum illum látum á meðan á réttarhaldinu stóð og m.a. margsinnis truflað störf réttarins með skrílslátum, upphrópunum og blaðaskrifum.
Vonandi verður þetta til þess að dómstólar landsins fái starfsfrið í framtíðinni til að fást við þau glæpa- og ofbeldismál sem til þeirra verður stefnt. Dómstólarnir hafa sýnt það í hverju málinu á eftir öðru á undanförnum mánuðum, að þeim er algerlega treystandi til að kveða upp réttláta og sanngjarna dóma byggða á landslögum og öðru ekki.
Ofstopalýðurinn tapaði hins vegar stórt í dag og sýnir vonandi af sér meiri mannsbrag í framtíðinni.
![]() |
2 í skilorðsbundið fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
16.2.2011 | 07:09
Hagkvæmt til skamms tíma
Í meistaraprófsverkefni frá RES-orkuskólanum, sem reyndar er kominn á hausinn, er komist að þeirri niðurstöðu að það marg borgi sig fyrir leigubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu að breyta bílum sínum úr því að nota bensín yfir í að nota metan sem eldsneyti.
Breyting bílanna ætti að borga sig upp á einu ári eða svo, vegna þess mikla munar sem er á verði metans miðað við bensín. Af verði hvers bensínlítra tekur ríkissjóður til sín um það bil 110 krónur á lítrann í alls kyns skatta og gjöld, þar með talda vegaskatta.
Engir vegaskattar eru lagðir á metanið núna, en að sjálfsögðu mun ríkissjóður ekki bíða lengi með að jafna þann mun og fara að leggja vegaskatta á metanbílana, enda spurning hvort eitthvert réttlæti sé í því að metanbílar aki um vegi landsins, án þess að leggja nokkuð til kostnaðarins við að leggja þá, eins og eigendur þeirra bíla þurfa að gera, sem nota annað eldsneyti til þess að knýja bíla sína á milli landshluta.
Hafi meistaraprófsverkefnið ekki tekið tillit til þessarar væntanlegu skattheimtu er niðurstaðan algerlega ómarktæk.
![]() |
Metanið margborgar sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)