13.2.2011 | 19:19
Marðarmútur
Mörður Árnason, Samfylkingarþigmaður, er frægur að endemum vegna ýmissa ummæla sem hann hefur látið falla um menn og málefni í gegnum tíðina. Flest hefur það auðvitað verið tóm vileysa, enda Mörður ekki hátt skrifaður í huga fólks sem þingmaður, heldur endalaus uppspretta spaugs og gamanmála.
Í þætti Egils Helgasonar í dag, mun Mörður hafa sagt að þátttaka Landsvirkjunar í greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulags Flóahrepps væri ekkert annað en mútur og til að leggja sérstaka áherslu á þá skoðun sína sagði hann kokhraustur, eftir spurningu frá Agli um hvort hann væri virkilega að gefa í skyn að um mútugreiðslu væri að ræða: "En úr því að þú spyrð þá segi ég mútur og skrifa mútur".
Það er alvarlegt lögbrot að bera mútur á menn og ekki síður að þiggja þær. Nú verður Mörður að standa fyrir máli sínu og sanna ásakanirnar, því ekki verður við það unað að þingmaður á Alþingi ásaki fólk um glæpi í þeirri vissu að ekki sé hægt að kæra hann fyrir ummælin í skjóli þinghelgis hans. Þjóðin á ekki skilið að sitja uppi með huglausa ómerkinga sem fulltúa sína á Alþingi og svona framkoma eins og Mörður sýndi þarna er algerlega óásættanleg.
Hvað segir Mörður um fjögurra milljarða króna greiðslu frá ESB til ríkisstjórnarinnar og ýmissa stofnana til nota í jákvæðan áróður fyrir ESBinnlimun þjóðarinnar?
Mörður verður að upplýsa þjóðina um það, hvort hann kalli þá greiðslu mútur og þar með sjálfan sig, ríkisstjórnina og fleiri sem þessar greiðslur þiggja, mútuþega.
![]() |
Segi mútur og skrifa mútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
13.2.2011 | 14:04
Fésbókarbyltingar breiðast út
Barátta almennings í Túnis, sem endaði með því að ríkisstjórnin var hrakin frá völdum, hefur sumstaðar a.m.k. verið kölluð Fésbókarbyltingin, enda hófst hún og var skipulögð með boðum manna á milli á þeirri vefsíðu og reyndar fleirum, ásamt auðvitað með smáskilaboðum í gegnum farsíma.
Margar arabaþjóðir, sem og aðrar múslimaþjóðir, hafa búið við einræði og harðstjórn í áratugi og tekist hefur að halda almenningi niðri með aðstoð hers, lögreglu og annarra skipulagðra sveita sem haldið hefur verið við efnið með góðum launum og ýmsum fríðindum, sem hinn almenni borgari hefur ekki einu sinni getað látið sig dreyma um.
Lítið sem ekkert hefur verið gert í þessum ríkjum til að mennta þjóðinar, heldur hefur þeim verið haldið niðri með menntunarskorti, fáfræði og einhliða áróðri í fjölmiðlum reknum af yfirvöldum, eða a.m.k. þeim þóknanlegum. Þetta gat gengið þangað til vasasímarinir komu til sögunnar og síðan Internetið með öllum sínum samskiptasíðum, ekki síst Fésbók, þar sem almenningi opnaðist skyndilega farvegur til að kynnast skoðunum annarra og koma sínum eigin á framfæri.
Þrátt fyrir almenna fátækt viða í veröldinni er aðgangur að Internetinu ótrúlega útbreiddur og þó tölvur séu ekki inni á hverju heimili, er víðast aðgangur að þeim á netkaffihúsum og vasasímaeign er orðin ótrúlega almenn, jafnvel í fátækustu þjóðfélögum. Við þetta allt saman bætast sjónvarpsstöðvar sem senda fréttir um allan heim og einstök stjórnvöld hafa litla möguleika til að hindra greiðan aðgang að þeim.
Múslimalöndin eru eins ólík og þau eru mörg og því ekkert hægt að alhæfa um þau, en a.m.k. í Norður-Afríku og arabalöndunum mörgum er komin í gang almenn krafa um frelsi og lýðræði, sem ekki verður kveðin niður héðan af, nema þá í stuttan tíma í hverju því landi þar sem slíkt verður reynt.
Fésbókarbyltingin er rétt að byrja.
![]() |
Jemenar kalla eftir byltingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)