Lygar Bónusgengisins afhjúpaðar

Undanfarin ár hefur Bónusgegnið brugðist ókvæða við öllum fréttum um að afskrifa þurfi tugi eða hunduði milljarða króna vegna glæpsamlegs fyrirtækjareksturs gengisins á árunum fyrir bankahrun, sem þetta sama gegni átti stóran hlut í að valda, með öllum þeim skaða sem þjóðin hefur orðið fyrir í kjölfarið.

Jóhannes, andlit Bónusgengisins, brást illur við fréttum af hugsanlegum afskriftum og sagði allar slíkar fréttir lygar og áróður og t.d. sagði hann í viðtali þann 04/11 2009 að ekki yrði afskrifuð ein einasta króna vegna Haga hf. eða 1988 ehf., sem var eignarhaldsfélag Bónusgengisins.  Það viðtal má sjá Hérna

Stuttu síðar, eða 13. nóvember 2009, tók Finnur Árnason, forstjóri Haga, undir lygar húsbænda sinna, en í frétt í Morgunblaðinu sagði hann m.a:  "Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir, að engar skuldir félagsins hafi verið afskrifaðar og  ekki standi til að afskrifa neinar skuldir á Haga.  Hagar séu þvert á móti eina fyrirtæki landsins sem hafi á s.l. 18 mánuðum greitt upp að fullu með vöxtum skráðan skuldabréfaflokk, sem var meginhluti skulda félagsins.  Hagar séu nú vel fjármagnað félag til langs tíma.

Nú sé unnið að lausn á skuldum eignarhaldsfélagsins 1998, eiganda Haga.  Þar sé meginmarkmiðið að ekki komi til neinna afskrifta skulda, m.a. með því að erlendir fjárfestar leggi fram verulega fjármuni til félagsins í formi nýs hlutafjárUmfjöllun eða fullyrðingar um annað séu einfaldlega rangar."

Fullyrðingunni um erlendu fjárfestana var haldið að fólki mánuðum og árum saman til blekkinga um raunveruleikann og alltaf var neitað að gefa upp hverjir þessir væntanlegu erlendu fjárfestar væru og hvað þeir ætluðu að leggja marga milljarðatugi í svikamylluna.  Hins vegar var erfitt að draga þessa fullyrðingu í efa, enda byggðist öll framkoma Baugsgengisins á hroka og yfirlæti gagnvart öllum sem dirfðust að fjalla eitthvað um málefni sem tengdust genginu og svikamyllunni sem það rak.

Nú er komið endanlega í ljós að allar fullyrðingar Baugsgengisins undanfarin ár um fjárhagsstöðu Haga hf. og 1988 ehf. voru hreinar lygar og að afskirfa þurfi tuga milljarða króna vegna þessarar kjölfestustarfsemi klíkunnar.

Við bætast svo tugir og hudruð milljarðar, sem þarf að afskrifa vegna annarrar starfsemi þessarar stærsu svikamyllu Íslandssögunnar, bæði innanlands og utan.

 


mbl.is 35-40 milljarða afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpir og túlkun laga

Svandís Svavarsdóttir, Umhverfisráðherra, forherðist dag frá degi í afneitun sinni á því að hún sé ekkert annað en ótíndur lögbrjótur og eigi að axla ábyrgð á staðföstum og einbeittum brotavilja sínum með afsögn úr ráðherraembætti.

Morgunblaðið hefur þetta eftir henni m.a: "Í samtali við Morgunblaðið segist Svandís ekki ekki hafa brotið lög heldur sé um túlkunarágreining að ræða milli ráðuneytisins og Flóahrepps. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og hún hafi sömuleiðis verið borin undir helstu starfsmenn ráðuneytisins."  Mesti ræfildómur nokkurs ráðherra er að reyna að komast hjá ábyrgð á lögbrotum sínum með því að reyna að kenna undirmönnum um þau, eins og Svandís gerir með þessum orðum sínum. Ekki bætir hún málstað sinn með svona aumingjahætti.

Enn verra er að hún reynir að gera lítið úr lögbrotum sínum með því að kalla þau "túlkunarágreining", en hvaða glæpamaður sem er getur að sjálfsögðu afsakað glæpi sína með því að hann hafi í sjálfu sér ekki verið að fremja glæp, helur hafi málið snúist um "túlkunarágreining" milli sín annarsvegar og laganna varða og dómstólanna hinsvegar.

Sjálfsögð krafa er að þessi ráðherranefna láti af starfi sínu umsvifalaust og reyni að fá sér vinnu við "eitthvað annað", eins og einhver komst svo vel að orði hérna á blogginu, enda hefur hún barist fyrir því í mörg ár að koma í veg fyrir orkufrekan iðnað, en jafnframt prédikað að efla þyrfti atvinnu við "eitthvað annað".

Nú ætti Svandís að sýna gott fordæmi og ráða sig til starfa við "eitthvað annað". 

 


mbl.is Svandís segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband