7.12.2011 | 23:34
Ég dríf hagvöxtinn áfram, en herđi samt sultarólina
Hagvöxtur á tímabilinu júní-ágúst á ţessu ári mćldist 4.8% miđađ viđ sama tímabil á síđasta ári. Skýringin á ţessu kemur ađ stórum hluta fram í eftirfarandi: "Munar ţar miklu um 5,1% vöxt einkaneyslunnar sem vegur um helming landsframleiđslunnar. Ţess ađ auki var 1,4% vöxtur í fjárfestingu á tímabilinu sem má einkum rekja til einkaađila enda var samdráttur í fjárfestingu hins opinbera upp á rúm 28% á tímabilinu."
Hagvöxturinn er sem sagt drifinn áfram af einkaneyslu ađ stórum hluta og ţađ leiđir hugann ađ eigin útgjöldum á ţessum umrćdda ársfjórđungi miđađ viđ sama tíma í fyrra. Í fyrra eyddi ég einni milljón króna í neyslu mína, ţ.e. mat, fatnađ, rekstur bifreiđar og húsnćđis, lćknisţjónustu, skemmtanir og ýmislegt annađ tilfallandi.
Vegna verđhćkkana á öllum sviđum reyndi ég ađ halda í viđ mig á ţessu ári og keypti ţví minna af öllu, sparađi í mat og drykk, keypti engin föt, keyrđi minna, fór sjaldnar til lćkna og dró verulega úr skemmtunum og öđrum óţarfa. Samt eyddi ég rúmlega einni milljón og fimmtíuţúsund krónum í ţessa liđi og til ţess ađ eiga fyrir ţessum auka fimmtíuţúsundkalli neyddist ég til ađ taka út úr séreignarlífeyrissjóđi, sem ég hafđi reyndar vonast til ađ geta notađ til ađ njóta lífsins í ellinni.
Eins og á ţessu einfalda reikningsdćmi sést, var ţađ í raun ég sem dreif áfram hagvöxtinn á ţessu ári og ţađ ţrátt fyrir ađ geta veitt mér mun minna en á síđasta ári.
Ţetta kallar Steingrímur J. stórkostlegan árangur og í raun fjármálasnilli og um leiđ og ég herđi enn sultarólina, klóra ég mér í höfđinu yfir ţví hvort mér muni einnig takast ađ auka hagvöxtinn á nćsta ársfjórđungi međ ţví ađ draga enn saman seglin í neyslunni.
![]() |
Mesti vöxtur frá byrjun árs 2008 |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2011 | 19:05
Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta fyrir fjárlagafrumvarpinu
Fjárlagafrumvarpiđ fyrir áriđ 2012 var samţykkt međ ađeins ţrjátíuogeinu atkvćđi, en ţrjátíuogtveir ţingmenn greiddu ţví ekki atkvćđi sitt.
Ţetta hlýtur ađ vera í fyrsta sinn í lýđveldissögunni sem "meirihlutastjórn" nćr ekki ađ fá meirihluta ţingmanna til ađ styđja fjárlagafrumvarp sitt, en venja er í öllum lýđrćđisríkjum ađ ríkisstjórnir segi af sér, hafi hún ekki stuđning meirihluta ţings viđ afgreiđslu fjárlaga.
Ţetta, ásamt ýmsu öđru sem ríkisstjórninni hefur veriđ til háđungar undanfarnar vikur, leiđir vonandi til ţess ađ hörmungarstjórnin hrökklist frá völdum á allra nćstu dögum.
![]() |
Fjárlög samţykkt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)