Hreyfingarlaus ríkisstjórn í hrossakaupum

Ríkisstjórninni hefur tekist að halda framförum og efnahagsumbótum nánast algerlega hreyfingarlausum í tæp þrjú ár, enda hefur fylgið hrunið af henni og flokkunum sem hana mynda og sífellt hefur farið fækkandi í stjórnarliðinu á þingi.

Nú er svo komið að hún hefur aðeins eins manns meirihluta í þinginu, þannig að nú eru stunduð hrossakaup um hvert mál sem ríkisstjórnin þarf að fá samþykkt, en þingmenn stjórnarflokkanna stunda grímulaust hagsmuna- og kjördæmapot í skiptum fyrir stuðning við stjórnarfrumvörp.

Ríkisstjórnin þarf og vill losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórn og líklega þarf Samfylkingin að nota Árna Pál Árnason, eða jafnvel Katrínu Júlíusdóttur, sem skiptimynt í þeim viðskiptum.

Með því að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni er líklegt að stjórnin missi meirihluta sinn og því hefur staðið yfir mikið baktjaldamakk alla jólahátíðina við Hreyfinguna um að hún styðji ríkisstjórnina, annað hvort með beinni þátttöku í ríkisstjórninni, eða a.m.k. með loforði um að verja hana vantrausti. Að sjálfsöguð verður slíkur stuðningur ekki ókeypis, frekar en annað í lífinu, en verðið fyrir þann stuðning mun ekki verða gefið upp að svo stöddu.

Ríkissjórnin hreyfingarlausa mun á næstu mánuðum slá út hvern einasta hrossaprangara landsins, hvort sem hún mun verða Hreyfingarlaus, eða ekki.


mbl.is Steingrímur vill ekki tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarsveitirnar þurfa aðstoð

Þegar snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel þó ekki sé í sama mæli og í nótt, eru björgunarsveitirnar alltaf til taks til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir á bílum sínum vítt og breitt um bæinn.

Allan ársins hring eru félagar sveitanna í viðbragðsstöðu, hvort sem er til að bjarga ferðamönnum í villum, fólki í lífsháska til sjós og lands og ekki síður innanbæja hringinn í kringum landið, hvenær sem aðstoðar er þörf.

Útgerð björgunarsveitanna kostar mikla fjármuni og við fjáröflun til starfseminnar treysta sveitirnar að stórum hluta á flugeldasöluna í kringum áramótin og því mikið í húfi að almenningur beini viðskiptum sínum til þeirra og sýni þannig þakklæti sitt fyrir óeigingjarnt starf þeirra.

Ástæða er til að minna fólk á að beina flugeldaviðskiptum sínum til hjálparsveitanna um þessi áramót, eins og önnur, en kaupa ekki skoteldana frá einkaaðilum, sem eingöngu reyna að maka krókinn, en leggja ekkert af mörkum á móti í þágu almennings.

Björgunarsveitirnar þarfnast stuðnings til að geta veitt almenningi stuðning.


mbl.is Þungfært vegna fannfergis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband