Stórslösuð ríkisstjórn

Össur Skarphéðinsson viðurkenndi að framlalgning "Stóra kvótafrumvarpsins" hafi verið stórslys og frumvarpið ekki verið boðlegt þingmál.

Ráðherrann lýsti framlagningu frumvarpsins við bílslys og sagði ríkisstjórnina verða að læra af þeim glæfraakstri til að forðast annað eins stórslys og þar hefði orðið.

Spurður hvort nokkurri ríkisstjórn væri sæmandi að leggja fram frumvarp sem líktist engu öðru en stórslysi, sagði Össur að sér fyndist slíkt ekki boðlegt, enda hefði hann ekki lagt frumvarpið fram.

Slíkt svar er eintómur blekkingarleikur enda var þarna um að ræða stjórnarfrumvarp, sem Össur Skarphéðinsson var jafnábyrgur fyrir og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

Þetta er ekki eina slysið sem ríkisstjórnin hefur lent í á ferlinum, því hann hefur einkennst af ótrúlegri seinheppni og varla hægt að tilnefna meiri hrakfallabálk en einmitt þessa ríkisstjórn.

Eftir allan þennan óhappaferil er ríkisstjórnin stórslösuð og óvíst að hún nái nokkurn tíma fullum bata.


mbl.is Kvótafrumvarpið eins og bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband