20.12.2011 | 21:08
Uppstoppaður Kim Jong-il
Varla dettur ráðamönnum Norður-Kóreu í hug að jarðsetja hinn dýrðlega, ástsæla og guðlega Kim Jong-il eftir allt sem hann hefur gert fyrir þjóð sína og mannkynið allt með stjórnvisku sinni og leiðsögn á öllum sviðum mannlífsins.
Kim Jong-il á sannarlega skilið að verða stoppaður upp og hafður opinberlega til sýnis alþýðunni til innblásturs um alla framtíð, eins og gert hefur verið með ýmsar aðrar furðuskepnur, eins og t.d. pabba hans blessaðan, Lenin, Stalin og Maó.
Mannkynið stendur í þvílíkri þakkarskuld við þessa guðlegu veru að nokkurra tuga milljóna króna kostnaður má ekki verða til að smásálir komi í veg fyrir að rússneskir uppstopparar komi gripnum í sýningarhæft ástand.
![]() |
Verður lík Kim Jong-ils smurt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2011 | 13:37
Verja sína og ásaka aðra
Níu verjendur ýmissa meðlima þeirra banka- og útrásargengja sem ábyrgir eru fyrir efnahagshruninu hér á landi árið 2008 kvarta sáran, fyrir hönd skjólstæðinga sinna, yfir því að fjölmiðar skuli fjalla um rannsóknirnar og ræða við hina og þessa álitsgjafa um gang málanna.
Fyrirfram var vitað að banka- og útrásargengin sjálf myndu beita öllum brögðum til að reyna að veikja trúverðugleika þeirra embætta sem með rannsóknirnar fara og má t.d. benda á herferðina undanfarið gegn forstjóra Fjármálaeftirlitsins og ný er stórum hópi lögfræðinga beitt í því skini að gera Sérstakan saksóknara og rannsóknir hans tortryggilegar.
Lögfræðingarnir skammast yfir umfjöllun um sakamálarannsóknirnar og segja hana byggða á getgátum og órökstuddum fullyrðingum, en í yfirlýsingunni falla þeir í þann pytt að beita nákvæmlega þeim brögðum, þegar þeir gefa í skin að rannsakendur málanna leki upplýsingum í fjölmiðlana, en í yfirlýsingu þeirra segir m.a: "Þar virtust sérstakur saksóknari og aðrir rannsakendur mála tengdum bankahruninu hafa ákveðið að leka völdum upplýsingum til Kastljóss."
Með þessum dylgjum virðast lögfræðingarnir ásaka rannsakendur um lögbrot. Hafi þeir sannanir fyrir ásökunum sínum hljóta þeir að leggja þær á borðið. Annars virðast þeir ekki trúverðugir.
![]() |
Segja mál að linni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)