Vinnuveitandi ábyrgur fyrir kynlífi starfsmanna?

Átta konur hafa stefnt bresku lögreglunni vegna ástarsambanda sem þær hafa átt í við leynilega útsendara löggunnar, sem störfuðu innan ýmissa hópa umhverfisverndarsinna undanfarinn einn og hálfan áratug, þar á meðal við mótmælaaðgerðir Saving Iceland.

Burtséð frá því, hvort réttlætanlegt hafi verið af bresku lögreglunni að planta njósnurum í þessi umhverfissamtök, verður það að teljast nokkuð einkennilegt að stefna vinnuveitendum þeirra vegna ástarsambanda sem greinilega hafa stofnast milli þeirra og kvennanna.

Fréttin leiðir huganna að því hvort vinnuveitendur geti verið ábyrgir og þá væntanlega skaðabótaskyldir vegna kvennafars sem starfsmenn þeirra stunda, hvort heldur er í vinnutíma eða utan hans.

Verði breska löggan dæmd í þessum málum, hlýtur kalt vatn að renna milli skinns og hörunds allra yfirmanna í stofnunum og fyrirtækjum veraldarinnar, þar sem kynkvötin hefur lengi valdið alls kyns vandræðum í samskiptum kynjanna.

Væri t.d. hægt að kæra AGS vegna kvennamála Strauss Khan?


mbl.is Fagnar málsókn á hendur bresku lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju er verið að bíða?

Jón Gnnarsson og átta aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fela Landsvirkjun að ráðast hið fyrsta í virkjanir í Neðri-Þjórsá, enda um hagkvæma og fljótlega virkjunarkosti að ræða.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a: "Verði frumvarpið að lögum skal hið fyrsta hefja framkvæmdir við þær þrjár virkjanir sem eru kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm og nýta orkuna þaðan til uppbyggingar atvinnulífs á sunnanverðu landinu. Þessi áform um virkjanir hafa þegar uppfyllt öll skilyrði umhverfissjónarmiða og hagkvæmnissjónarmiða. Virkjanirnar hafa þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum án athugasemda, verið í tvígang settar í rammaáætlun og komið vel út í bæði skiptin, eru fjárhagslegar hagkvæmar og styrkja íslenskt atvinnulíf."

Það sem bráðvantar er að koma atvinnustarfseminni í landinu í fullan gang og minnka atvinnuleysið.

Eftir hverju er verið að bíða? 


mbl.is Virkjað verði í Neðri-Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband