16.12.2011 | 18:59
Nú skal hefna óhlýðni Breta
Íslendingar hafa illilega orðið fyrir barðinu á ESB og hefndaraðgerðum hins væntanlega stórríkis, t.d. vegna Icesave og nú er hótað grimmilegu efnahagsstríði gegn landinu, gangist það ekki undir ákvarðanir kommisaranna í Brussel um veiðar á makríl innan íslenskrar fiskveiðilögsögu.
Bretar voru svo ósvífnir að neita að afsala fullveldi sínu algerlega og fjárhagslegri stjorn Bretlands til Merkels og Sarkozys og af þeim sökum er nú hafið hefndarstríð gegn Bretlandi, efnahag þess og trausti umheimsins á landinu sem fjármálamiðstöð.
Í byrjun er Frökkum beitt í þessu stríði gegn Bretunum, en ef miða skal við fyrri reynslu af ESB munu fleiri framámenn í Evrópu taka þátt í stríðinu á seinni stigum og án vafa er þessi ófrægingarherferð rétt að byrja.
Sjálfsagt er þessu stríði gegn Bretunum í og með ætlað að leiða athyglina frá vandamálunum sem steðja að evruríkjunum og langt er í land með að leysist, en t.d. gaf eitt af matsfyrirtækjunum út í dag að líklega yrði lánshæfismat nokkurra þeirra lækkað á næstu dögum, en það eru Belgía, Spánn, Slóvenía, Ítalía, Írland og Kýpur. Óþarfi ætti að vera að minna á að Grikkland er þegar komið í ruslflokk matsfyirtækjanna, enda vandamálin þar í landi nánast óleysanleg, þó þegar sé búið að fella niður drjúgan part skulda þess.
Umheiminum á að gera fullljóst að ESB líður engar sjálfstæðar skoðanir innan Evrópu.
![]() |
Bretar svara Frökkum fullum hálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2011 | 13:17
Jóhanna úti á þekju, eins og venjulega
Jóhanna Sigurðardóttir hefur margsýnt að hún lifir í einhverjum allt öðrum heimi en aðrir Íslendingar og er sjaldan með á nótunum í umfjöllun um helstu málefni sem til umræðu eru á hverjum tíma.
Jóhanna heldur t.d. að fólksflóttinn úr landinu undanfarin þrjú ár sé nánast venjubundin ferðalög til sólarlanda og því ekkert til að hafa áhyggjur af, enda komi fólk fljótlega aftur heim úr þessum skemmtiferðum.
Í umræðunni um hvort draga skuli ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde sýnir Jóhanna enn og aftur hvað hún hefur lítinn skilning á málinu, þar sem hún virðist ekki vita hvenar mál hafa verið dómtekin og hvenær ekki og enn síður virðist hún skilja, að saksóknarinn í þessu máli tók það ekki upp hjá sjálfum sér að ákæra, heldur starfar einungis í umboði Alþingis, sem er ákærandinn fyir Landsdómi.
Sá sem kærir annan aðila fyrir meint brot, sem síðan kemur í ljós að var á misskilningi byggt, getur að sjálfsögðu afturkallað kæruna hvenær sem honum sýnist, ef hann er heiðarlegur og vill ekki gera öðrum rangt til að ósekju.
Alþingi kærði og Alþingi eitt getur dregið kæruna til baka. Viðamiklum atriðum ákærunnar hefur þegar verið vísað frá Landsdómi og engar líkur á öðru en sýknað verði vegna þeirra sem eftir standa.
Við afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um að ákæran verði felld niður, kemur enn og aftur í ljós hvaða þingmenn eru óprúttnir og hatursfullir ofsækjendur pólitískra andstæðinga sinna og hverjir eru það ekki.
![]() |
Landsdómsmálið er þingfest en ekki dómtekið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2011 | 08:40
Óviðunandi umgengni um sjávarauðlindina
Mikið er um dauða síld í fjörum við ýmsar eyjar í Breiðafirði og liggur ógeðslegur rotnunardaunn í loftinu, mönnum og skepnum til mikils ama og óþæginda.
Mun þetta gríðarlega magn af dauðri síld eiga sér skýringar í "brottkasti" síldveiðiflotans, sem í mörgum tilfellum hefur aðeins innbyrt hluta þess sem í næturnar hefur komið og afganginum verið "sleppt" aftur í hafið.
Síldin er viðkvæm fyrir hreisturskemmdum og lifir ekki af eftir að hafa verið hrúgað saman í síldarnæturnar og "sleppt" aftur. Svona umgengni um sjávarauðlsindina er algerlega óboðlegur og til skammar.
Finna verður leið til þess að mögulegt verði að hirða alla síld sem kastað er á og geti síldveiðiskipin ekki innbyrt allan aflan sjálf, að þá fylgi flotanum aðrir bátar sem fái að hirða "umframaflann".
Fiskveiðiþjóð getur ekki verið þekkt fyrir að "henda" verðmætum á borð við þessi. Enn síður þjóð, sem glímir við efnahagsvanda og gjaldeyrisskort.
![]() |
Mikið um dauða síld við Stykkishólm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)