Ákæran er í höndum Alþingis

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að ákæran á hendur Geir H. Haarde sé ekki á höndum Alþingis, heldur Landsdóms. Þetta er auðvitað eintóm blekking, þar sem Alþingi er ákærandi í málinu, saksóknarinn fer með málið fyrir hönd Alþingis og rekur það fyrir Landsdómi í umboði Alþingis.

Þingmenn VG ættu að sjá sóma sinn í því að játa "mistök" sín í þessu máli og viðurkenna að það hafi verið pólitískt ofstæki og hefndarþorsti sem réð gerðum þeirra þegar þeir samþykktu þennan arfavitlausa gjörning.

Virðing Alþingis, sem ekki er beisin um þessar mundir, gæti aukist örlítið yrðu þessi afglöp þingsins leiðrétt núna. Engar líkur eru til annars en að Geir H. Haarde verði sýknaður af öllum ákærum fyrir Landsdómi, enda lætur enginn heiðarlegur dómstóll misnota sig í pólitískum tilgangi.

Þegar þar að kemur verður skömm þeirra þingmanna, sem samþykktu ákæruna, enn meiri en hún þegar er orðin. Með því að draga ákærurnar til baka gætu þeir minnkað skömm sína til mikilla muna.


mbl.is Ákæran í höndum landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dragi Landsdómsmálið til baka með afsökunarbeiðni

Samþykkt meirihluta þingmanna á tillögunni um að ákæra Geir H. Haarde, fyrrv. forstætisráðherra, og stefna honum einum manna fyrir Landsdóm var viðkomandi þingmönnum til ævarandi skammar og Alþingi sjálfu til háðungar. Dagurinn sá var mikill sorgardagur í þingsögunni.

Þeir þingmenn, sem settu nöfn sín á spjöld sögunnar sem þingnýðingar með samþykkt ákærunnar, verða að biðja Geir H. Haarde og þjóðina afsökunar á frumhlaupi sínu, ætli þeir sér að draga ákærurnar til baka og fella málið niður.

Geri þeir það ekki verða þeir áfram marklaus ómenni í augum alls þorra almennings, en menn að meiri biðjist þeir fyrirgefningar á misgerð sinni.


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband