Jón Gnarr í lögguna

Jón Gnarr fékk að sitja í löggubíl síðast liðna nótt og fylgjast með vinnandi fólki fást við erfitt og vandasamt starf.

Það hefur vafalaust verið mikil lífsreynsla fyrir borgarstjóraómyndina, sem alveg frá fyrsta degi í embætti hefur sýnt og sannað, bæði með aðgerðar- og getuleysi sínu og ekki síður fáránlegum ummælum við ýmis tækifæri, að hann hefur ekkert til að bera til að gegna opinberu starfi og allra síst ábyrgðarstarfi.

Jón lýsir mikilli aðdáun sinni á lögreglunni eftir þessa lífsreynslu sína og segir réttilega að lögreglan eigi mikla virðingu og hrós skilið fyrir störf sín.

Þar sem bæði Jóni Gnarr og Reykvíkingum væri fyrir bestu að hann skipti sem fyrst um starfsvettvang, væri athugandi fyrir hann að kanna möguleika á starfi hjá lögreglunni.

Hugsanlega gæti hann þá gert eitthvert gagn.


mbl.is Jón Gnarr hrósar lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband