Flokkakerfið stendur styrkum fótum

Þrátt fyrir háværar raddir um uppstokkun flokkakerfisins og einhverskonar persónukjör kemur í ljós í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri að flokkakerfið stendur styrkum fótum í huga alls þorra kjósenda, enda skipar fólk sér í flokka eftir skoðunum sínum á þjóðmálum og hvernig eigi að stjórna landi og þjóð.

Fylgi flokkanna er nokkuð stöðugt, þó fram komi tiltölulega litlar sveiflur á milli kannanna og ráðast þær aðallega af því sem er að gerast í þjóðlífinu hverju sinni, en að lokum jafnast fylgi flokkanna á ný og helst svipað í hverjum kosningum, með útúrdúrum þegar eitthvað alveg sérstakt og óvenjulegt á sér stað, eins og t.d. efnahagshrun af völdum óprúttinna banka- og útrásargengja.

Aðeins 15% aðspurðra í síðasta þjóarpúlsi Gallups sagðist myndu skila auðu, eða sitja heima, ef kosið yrði til Alþingis núna ig 10% nefna önnur stjórnmálaöfl en þau, sem nú eiga fulltrúa á þinginu.

Þessi niðurstaða sannar enn og aftur, að óánægjukórinn sem kyrjar flokkakerfinu bölbænir, er hávær og skrækur en afar fámennur.


mbl.is 15% myndu skila auðu eða ekki kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannauður Sjálfstæðisflokksins

Framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formennsku í Sjálfstæðisflokknum beinir athygli að því mikla og kröftuga mannvali sem flokkurinn hefur innan sinna raða og að hann hefur upp á mörg öflug formannsefni að bjóða.

Bjarni Benediktsson hefur verið vaxandi í störfum sínum sem formaður flokksins undanfarin tvö ár, en sumum þótt hann hafa verið full linur í ESBmálum og ekki síður varðandi Icesave og einnig hefur hann þurft að sitja undir stöðugum árásum vegna þess hverrar ættar hann er, en föðurætt hans hefur verið áberandi í atvinnumálum undanfarna áratugi og fór ekki varhluta af hruninu, frekar en aðrir.

Þessar ósanngjörnu árásir á Bjarna hafa einnig bitnað að nokkru leyti á Sjálfstæðisflokknum, sem þrátt fyrir allt hefur þó verið að sækja í sig veðrið á ný undir forystu Bjarna og hver skoðanakönnunin á fætur annarri hefur staðfest að fylgi við flokkinn fer sívaxandi.

Hanna Birna hefur sýnt í störfum sínum að hún er geysilega öflugur forystumaður, ákveðin og skoðanaföst, en mikill mannasættir og hefur getað laðað fólk til samvinnu, þvert á flokkslínur.

Sjálfstæðisflokkurinn getur stoltur farið inn í næstu kosningar undir forystu hvort heldur er Bjarna eða Hönnu Birnu og þjóðin mun geta litið með tilhlökkun til þeirrar framtíðar þar sem annað hvort þeira mun leiða þjóðina til nýrrar lífskjarasóknar úr stóli forsætisráðherra.

Vonandi þarf ekki að bíða lengi enn eftir Alþingiskosningum og nýrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband