29.11.2011 | 20:40
Öryrkjar sakna Sjálfstæðisflokksins, eins og flestir aðrir
Öryrkjabandalagið hefur enn og aftur vakið athygli á árásum "Norrænu velferðarstjórnarinnar" á kjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og þurfa alfarið að reiða sig á örorku- og ellilaun, eða aðrar greiðslur frá hinu opinbera.
Í fréttinni af bréfinu til allra þingmanna segir m.a: "Öryrkjabandalagið segir í bréfinu að áratuga löng réttindabarátta öryrkja hafi verið færð aftur um fjölda ára." Tilefni þessara bréfaskrifta núna eru fyrirhuguð svik ríkisstjórnarinnar á skriflegu loforði sínu við gerð kjarasamninga um að bætur almannatrygginga skyldu hækka eins og lægstu laun á almennum vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hikar ekki nú, frekar en áður, að svíkja loforð sín hraðar en blekið þornar á undirskriftum ráðherranna.
Ekki skal því haldið fram að kjör öryrkja, eða annarra bótaþega, hafi verið svo góð að allir hafi verið himinsælir með þau á undanförnum áratugum, en ástæða er til að minna á að þau kjör sem öryrkjar reyna nú að verja, náðust á valdatíma Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, en eins og allir muna væntanlega sat hann í stjórn í tæpa tvo áratugi áður en núverandi hörmungarstjórn komst til valda.
Eins og ástatt er um þessar mundir á stjórnarheimilinu taka flestir undir söknuð Öryrkjabandalagsins vegna fjarveru Sjálfstæðisflokksins úr stjórnarráðinu.
![]() |
Öryrkjar senda þingmönnum bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.11.2011 | 18:04
Þungvopnuð mótorhjólagengi
Lögreglan hefur lagt á ótrúlegt magn vopna, svo sem byssur, skotfæri, hnífa og hnúajárn, í tengslum við skotárásina sem gerð var í Bryggjuhverfinu í síðustu viku.
Eftir því sem fréttir herma voru þar á ferð meðlimir ákveðinnar mótorhjólaklíku í borginni, sem töldu sig eiga óuppgerðar sakir við mann vegna fíkniefnaskuldar. Þessi gjörningur sýnir betur en margt annað hvílík harka og miskunnarleysi ríkir í glæpaheimi borgarinnar núorðið og er ekki annað að sjá en að ástandið fari versnandi með hverju árinu.
Lögreglan gerði það sem í hennar valdi stóð til að sporna við því að íslenskt mótorhjólagengi fengi formlega viðurkenningu sem fullgildur aðili að alþjóðasamtökum Hell's Angels, en hafði þó ekki erindi sem erfiði. Reynt hefur verið að sporna við starfsemi þeirrar klíku eftir mætti og þó Hell's Angels hafi ekki átt hlut að þessari skotárás, þá sýnir málið eftir sem áður þá hættu sem uppgangi þessara vélhjólagengja fylgir.
Draga verður niðurskurð á fjárframlögum til lögreglunnar til baka og frekar bæta verulega við þau, ef nokkur möguleiki á að vera til að sporna við frekari uppgangi stórhættulegra glæpahópa, innlendra sem erlendra.
![]() |
Mesta magn vopna sem fundist hefur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)