Stjórnin getur hvorki lifað né dáið

Ljóst er orðið að ríkisstjórnin er varla með lífsmarki lengur en virðist alls ekki geta dáið því ráðherrarnir berjast ennþá um á hæl og hnakka í tilraun til að halda stólunum örlítið lengur.

Hvert vandræðamálið rekur annað þessa dagana, eins og reyndar hefur verið frá myndun stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, og er nú svo komið að illskan og jafnvel hatur milli stjórnarflokkanna er komið á svo alvarlegt stig að nánast útilokað er að takist að treina líf stjórnarinnar mikið lengur, enda væri þjóðinni mestur greiði gerður með því að hún hrökklaðist frá völdum undir eins.

Í Kastljósi kvöldsins kom skýrt fram hjá Birni Vali Gíslasyni, gjallarhorni Steingríms J., að allur barningur stjórnarflokkanna nú um stundir snerist um að finna leiðir til að framlengja líftóru stjórnarinnar um nokkra daga, a.m.k. nógu marga til að koma fjárlögum næsta árs í gegn um þingið.

Björn Valur sagði vandræðaganginn ekki snúast eingöngu um framtíð Jóns Bjarnasonar í ráðherraembætti, heldur um að finna leiðir til að stjórnin gæti hökt áfram eftir að Jón yrði hrakinn úr stjórninni.

Takist Steingrími J. að sannfæra Ögmund og Guðfríði Lilju um að halda áfram stuðningi sínum við stjórnarhörmungina gegn loforði um stöðvun allrar fjárfestingar í landinu, a.m.k. erlendrar, mun Samfylkingin líklega geta tryggt sér stuðning Guðmundar Steingrímssonar, þannig að stjórnin hangi áfram á eins manns meirihluta á þinginu. Þannig mætti hugsanlega ná því að klára fjárlögin, en ósennilega nokkuð annað.

Undirbúningur útfarar ríkisstjórnarinnar er í fullum gangi.


mbl.is Hefði mátt fara öðruvísi að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband