Taugar Samfylkingarfólks að gefa sig

Mörður Árnason, eins og fleiri vinstri grænir (þó í Samfylkingunni séu), virðist vera að fara algerlega yfirum af taugaveiklun vegna þeirrar sífellt auknu velgengni sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í skoðanakönnunum og ekki síður vegna þeirrar athygli sem að flokknum beinist þessa dagana vegna væntanlegs landsfundar og formannskosninga sem þar munu fara fram.

Mörður býsnast mikið yfir því að formannsframbjóðendurnir skuli ekki vilja láta Fréttablaðið stjórna kosningabaráttunni og ráða því um hvað hún komi til með að snúast. Einnig fárast hann yfir því að ekki skuli vera mikill pólitískur skoðanamunur á milli þeirra sem í fraboði eru og virðist ekki skilja að um er að ræða tvo einstaklinga, sem hafa sömu lífsskoðanir og hugsjónir og því sammála að mestu leyti um markmið og leiðir varðandi þjóðmálin.

Að sjálfsögðu er það að mörgu leyti skiljanlegt að pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins séu taugaveiklaðir þessi misserin, enda vita þeir sem er að stjórnarflokkarnir munu ekki verða svipur hjá sjón eftir næstu kosningar.

Ekki síður veldur vitneskjan um að sá sem kjörinn verður formaður Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi, verði einnig að öllum líkindum næsti forsætisráðherra þjóðarinnar.


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband