9.10.2011 | 21:29
Óhugnanlegt viðtal
Viðtalið við Guðrúnu Ebbu, dóttur Ólafs Skúlasonar fyrrum biskups, var í senn óhugnanlegt, heiðarlegt og opinskátt um þær ótrúlegu hörmungar sem hún þurfti að þola af hendi föður síns öll sín æskuár og aftur síðar á sem orðin kona.
Það þarf mikinn kjark til að koma fram fyrir alþjóð og ræða svo sára og ömurlega reynslu, sem þó á ekki að vera einkamál, því barnaníð kemur öllu samfélaginu við og á að vera samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar að útrýma og koma lögum yfir svíðingana.
Guðrún Ebba er sannkölluð hetja og vonandi verður viðtalið vopn í baráttunni gegn þessum viðbjóði.
![]() |
Beitti hana ofbeldi árum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2011 | 18:43
Einræði eða "tvíræði" í ESB
Merkel, kanslari Þýskalands, og Sarkozy forseti Frakklands, sátu saman á fundi í dag og tóku mikilvægar ákvarðanir um hvort og hvernig bankar á evrusvæðinu skuli endurfjármagnaðir vegna banka- og skuldakrísunnar sem skekur evrulöndin.
Það eru góð tíðindi að reynt verði að bjarga bæði evrunni sjálfri sem og þeim illa stöddu ríkjum, sem hana nota sem gjaldmiðil og geta vart annað héðan af, því Ísland, eins og önnur lönd, á mikið undir að Evrópuríkjum gangi vel, enda helsti markaðurinn fyrir íslenskar útflutningsvörur. Það verður æ meira áberandi að stórar og afdrifaríkar ákvarðanir í ESB eru ekki teknar af neinum stofnunum sambandsins, þingi þess, eða kommisarakerfinu, heldur af þeim Merkel og Sarkozy og þau ráða ráðum sínum á einkafundum sem öðrum er ekki hleypt að og síðan er stofnunum, embættismönnum og Evrópuþinginu einfaldlega tilkynnt um ákvarðanir þeirra og aðrir verða bara að hlýða.
Þetta kemur t.d. vel fram í eftirfarandi klausu úr fréttinni: "Þau Merkel og Sarkozy eru sammála um að gera þurfi mikilvægar breytingar á milliríkjasamkomulagi ESB ríkjanna. Sarkozy sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að auka ætti samþættingu evru-svæðisins. Merkel segir að markmiðið sé að koma á nánara- og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evru-svæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu."
Til eru hugtökin lýðræði og einræði um stjórnarfar einstakra ríkja. Líklega verður að taka upp nýyrðið "tvíræði" um stjórnun væntanlegs stórríkis Evrópu.
![]() |
Styðja endurfjármögnun banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)