Ljótt að hæðast að Íslendingum

Einhverjir óuppdregnir dónar í Þýskalandi, sem gefa út grínblað undir nafninu Titanic, ætla að bjóða upp á dagskrá í lok bókamessunnar í Frankfurt, þar sem gert verður grín að Íslendingum og meira að segja veita verðlaun fyrir besta háðið um land og þjóð.

Þeir, sem að þessu standa, vita greinilega ekki að Íslendingar þola alls ekki grín og háð um sjálfa sig og ætlast til að allur heimurinn viti, eins og þeir vita sjálfir, að Ísland er merkasta og besta land í heimi og Íslendignar almerkilegasta þjóð sem hnöttinn byggir og engin önnur þjóð getur státað af öðrum eins uppruna og íslenska þjóðin, fyrir utan að saga annarra þjóða er bara húmbúkk og kemst ekki í hálfkvisti við stórmerkilega arfleifð íbúa sögueyjarinnar.

Þó landsmenn hafi étið stóran hluta handrita sinna á öldum áður, frekar en að láta sér detta í hug að láta eftir sér þau matvæli sem náttúran bauð upp á, þá varðveittist nóg af hasarkenndum bókfellum til að sanna víkingafortíð þeirra og að hver einasti maður væri af konungakyni og væri einhver ættaður frá þrælum, þá voru hinir ánauðugur hvort eð var komnir af kóngafólki ýmissa nágrannalanda.

Við munum á endanum ná okkur niðri á Þjóðverjum fyrir grínið, því við erum miklu merkilegri og þar að auki fyndnari en þýskarar.


mbl.is Úthúða Íslandi á bókamessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband