5.10.2011 | 21:20
Samningsmarkmið í viðræðum við ESB, núna?
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, taldi í stefnuræðu sinni að tími væri til kominn að móta samningsmarkmið vegna viðræðnanna um innlimun Íslands sem útnárahrepps í væntanlegt stórríki Evrópu, eða eins og hún orðaði það sjálf: "Það er beinlínis lýðræðisleg skylda okkar að vinna nú með þessum hætti, í ljósi forsögunnar og afstöðu þjóðarinnar til málsins".
Þetta hefði líklega þótt nokkuð skarplega athugað af Jóhönnu, ef henni hefði dottið þetta í hug áður en innlimunarviðræðurnar hófust, að ekki sé sagt að hún hefði lagt þetta niður fyrir sér áður en metið var hvort ástæða væri til að sækjast eftir að fá að gera landið að áhrifalausum útkjálka Brusselvaldsins.
Samkvæmt orðum Jóhönnu virðist hún vita um afstöðu þjóðarinnar til málsins og fyrst svo er, er óskiljanlegt að hún skuli ekki leggja til að innlimunarviðræðunum skuli hætt nú þegar, þar sem stór meirihluti þjóðarinnar er algerlega andvígur því að selja sig undir kommisaravald ESB.
Í þessu efni, eins og flestum öðrum, eru vegir ríkisstjórnarinnar órannsakanlegir, eins og fleiri vegir, og raunar eru vegir stjórnarinnar þar að auki algerlega ófærir.
![]() |
Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2011 | 13:56
Íslenskur útrásarbrandari
Michael Lewis, bandarískur metsöluhöfundur, sem er vel kunnugur fjármálamörkuðum heimsins, gerði stólpagrín að íslenskum útrásarvíkingum í viðtalsþættinum Gharlie Rose á Bloomberg sjónvarpsstöðinni, sem sérhæfð er í fjármálafréttum og -skýringum.
Eitt dæmið um útrásarvíkingabrandara sem hann tiltók voru kaup Hannesar Smárasonar og félaga hans í Baugsgenginu á bandaríska flugfélaginu American Airlines, en enginn úr þeim hópi hafði nokkurt vit á rekstri flugfélaga, eins og eftirminnilega sást á "viðskiptagerningum" klíkunnar á FL-Group, Sterling og fleiri félaga í þeim geira. Allur fór sá rekstur lóðbeint á hausinn og það eina sem enn tengist einum félaga úr þeirri klíku er Iceland Express, sem Pálma Haraldssyni tókst að ná út úr Fons rétt fyrir gjaldþrot þess félags.
Nánat hvert einasta félag sem útrásarvíkingarnir komu nálægt á sínum tíma er nú gjaldþrota, eða komið í eigu banka og lífeyrissjóða, en áður hafði þeim tekist að raka til sín háum launum og milljarðaarði. Að lokum olli þessi "viðskiptasnilld" hruni alls bankakerfis landsins með tilheyrandi kreppu og erfiðleikum fyrir alla landsmenn.
Þó útlendingar geti leyft sér að hljæja að þessum "útrásarbrandara", þá er íslendingum enginn hlátur í hug, enda sagan öll afar ófyndin í þeirra huga.
Hitt er svo annað mál að "efnahagssnillingar" austan hafs og vestan hafa ekki gefið þeim íslensku svo mikið eftir í "skemmtilegheitunum", enda kreppir nú víða að vegna gerða þeirra og afleiðingunum í flestum tilfellum velt yfir á skattgreiðendur viðkomandi landa.
Almenningur á Íslandi hafnaði algerlega Icesave-"brandaranum", jafnvel þótt stjórnvöldum landsins hafi þótt hann bráðskemmtilegur og viljað borga stórfé fyrir "skemmtunina".
![]() |
Hlegið að Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)