Það þarf líka getu og vilja

Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formaður VG í dag og sagði við það tækifæri að ríkisstjórnin hefði sýnt styrk, trú og úthald síðan hún var kosin og var helst að skilja að þessir eiginleikar hennar hefðu helst nýst til að forða stjórninni frá falli vegna þess sundurlyndis sem hana hefði hrjáð og lýsti sér t.d. með úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr flokknum.

Ekki hefur þessi styrkur, trú og úthald a.m.k. nýst til að efla hagsæld í landinu frá hruninu 2008, enda sýna allar kannanir að sífellt meira þrengir að almenningi og þeim heimilum fjölgar stöðugt sem ekki ná saman endum í heimilishaldinu. Ekki hefur tekist að efla atvinnu í landinu, ekki að auka fjárfestingu og ekki að minnka atvinnuleysið, ef brottflúnir af landinu eru taldir með þeim sem misst hafa vinnuna.

Annað sem Steingrímur lagði sérstaka áherslu í ræðu sinni vekur athygli, en það er þetta: "Að við klárum þetta kjörtímabil með sóma þannig að fyrsta hreina vinstri stjórnin í sögu íslenskra flokkastjórnmála sitji út kjörtímabil, afsanni kenningarnar um að slíkt gerist helst aldrei, ljúki verkefninu við að koma Íslandi almennilega út úr kreppunni og leggi grunninn að áframhaldi samstarfi umhverfisverndarsinna og félagshyggjufólks í landinu. Ég hef tröllatrú á að þetta verkefni takist."

Það er örugglega rétt hjá Steingrími, að það mun þurfa styrk, trú og úthald til að sýna fram á að vinstri stjórn geti tórt heilt kjörtímabil.

Hins vegar þarf getu og vilja til að fást við vandamál þjóðfélagsins og hvort tveggja hefur skort fram til þessa. 


mbl.is Þarf styrk, trú og úthald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþigni dragi Landómsákærurnar til baka

Nokkrir illa innrættir og óvandaðir þingmenn komu því svo fyrir við atkvæðagreiðslu á Alþingi, að Geir H. Haarde skyldi einum allra stjórnmálamanna stefnt fyrir Landsdóm vegna ætlaðra misgjörða ríkisstjórnar og Alþingis í aðdraganda bankahrunsins í október árið 2008.

Hæstiréttur hefur nú staðfest að Neyðarlög ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hafi staðist allar kröfur stjórnarskrárinnar til lagasetninga og þar með staðfestist endanlega að ríkisstjórnin vann nánast kraftaverk við erfiðar aðstæður og bjargaði því sem bjargað varð við bankahrunið og kom í veg fyrir algera ringulreið, upplausn og gjaldþrot þjóðarbúsins.

Það myndi sýna að snefill af samvisku leyndist ennþá innra með þeim sömu þingmönnum og stefndu Geir fyrir Landsdóm, að afturkalla allar kærur á hendur honum í tilefni af uppkvaðningu þessa merkasta Hæstaréttardóms á lýðveldistímanum.

Líklegra er þó að augu þessara mannleysa opnist ekki nægjanlega til að þær sjái og skilji sínar eigin misgjörðir, frekar en annarra siðblindingja.


mbl.is Aðalmeðferð 5. mars nk.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband