Alþigni dragi Landómsákærurnar til baka

Nokkrir illa innrættir og óvandaðir þingmenn komu því svo fyrir við atkvæðagreiðslu á Alþingi, að Geir H. Haarde skyldi einum allra stjórnmálamanna stefnt fyrir Landsdóm vegna ætlaðra misgjörða ríkisstjórnar og Alþingis í aðdraganda bankahrunsins í október árið 2008.

Hæstiréttur hefur nú staðfest að Neyðarlög ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hafi staðist allar kröfur stjórnarskrárinnar til lagasetninga og þar með staðfestist endanlega að ríkisstjórnin vann nánast kraftaverk við erfiðar aðstæður og bjargaði því sem bjargað varð við bankahrunið og kom í veg fyrir algera ringulreið, upplausn og gjaldþrot þjóðarbúsins.

Það myndi sýna að snefill af samvisku leyndist ennþá innra með þeim sömu þingmönnum og stefndu Geir fyrir Landsdóm, að afturkalla allar kærur á hendur honum í tilefni af uppkvaðningu þessa merkasta Hæstaréttardóms á lýðveldistímanum.

Líklegra er þó að augu þessara mannleysa opnist ekki nægjanlega til að þær sjái og skilji sínar eigin misgjörðir, frekar en annarra siðblindingja.


mbl.is Aðalmeðferð 5. mars nk.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta lið hefur enga samvisku, það er heimskt og það er afleitt að þurfa að lúta heimskra manna ráðum við stjórn Ríkisins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 09:14

2 Smámynd: K.H.S.

Geir Harde er með vönduðustu mönnum sem hafa boðið sig fram til þjónustu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gengt þar forystu .

Hann er heill og hreinn, kann ekki klæki, né baktjaldamakk. 

Það að flokkssystkyni hans  skuli ekki láta meira í sér heyra, jafnvel öskra af vandlætingu yfir aðförinni að honum , er  mér lítt skiljanlegt.  

K.H.S., 29.10.2011 kl. 10:19

3 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Tetta er einn svartasti blettur i søgu Altingis a Islandi,ef ad tad hefdi att ad akæra EINHVERN TA ATTI NATTURULEGA MESTUR HLUTI RIKISSTJORNARINNAR ad vera akærdir,en i stadin sytur folk sem sad i sømu Rikisstjorn og greidir atkvæddi med malshøfdun,tvilikt sidleisi ekki skritid ad adeins um 10% tjodarinnar treista Altingi

Þorsteinn J Þorsteinsson, 29.10.2011 kl. 12:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau geta farið að hlakka til að sitja þarna sjálf Steingrímur, Jóhnna og kó.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 13:13

5 identicon

Eigandi þessarar síðu læri stafsetningu og yfirlestur áður en hann haldi áfram þessu blaðri!

Magnús Þór (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband