Glæsilegt varðskip, en hefur Gæslan efni á að reka það?

Varðskipið Þór, sem var að koma til landsins, er stórglæsilegt og vel útbúið skip og með komu þess er í raun stigið risaskref inn i nútímann, því hátt í fjörutíu ár eru síðan nýtt varðskip bættist í flotann.

Þó gömlu varðskipunum hafi verið vel við haldið og séu í ágætu ástandi, eru þau börn síns tíma og standast ekki lengur þær kröfur sem gera þarf til eftirlits- og björgunarstarfa við landið, enda þau skip sem hugsanlega þarf að aðstoða miklu stærri og þyngri en skip voru almennt fyir nokkrum áratugum.

Aðalvandamálið við útgerð varðskipanna undanfarin ár hefur verið fjárskortur Landhelgisgæslunnar og stundum hafa skipin legið við bryggju í Reykjavík vikum, eða mánuðum, saman af þeim sökum. Undanfarin sumur hafa skipin verið leigð til verkefna í suðurhöfum, af þeirri einföldu ástæðu að gæslan hefur ekki haft fjárveitingar til þess að gera þau út sjálf.

Landhelgisgæslan hefur í raun verið í algeru fjársvelti og hvorki haft efni á að gera varðskipin út, eða halda þyrlum sínum gangandi. Fram til þessa hefur þessi rekstrarmáti sloppið fyrir horn án þess að skaði eða manntjón hafi hlotist af, en enginn getur þó sagt fyrir hvað gæti gerst með sama áframhaldi.

Vonandi þarf Þór, nýja og glæsilega varðskipið, ekki að prýða bryggjur Reykjavíkur mánuðum saman ár hvert í framtíðinni.


mbl.is Um borð í Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband