15.10.2011 | 20:30
Átta milljarða skattakrafa
Samkvæmt sjónvarpsfrétt í kvöld hefur skattrannsóknarstjóri kært a.m.k. tuttugu manns til Sérstaks saksóknara vegna skattsvika sem stunduð voru í gegn um skúffufyrirtæki í Lúxemburg.
Af fréttinni að dæma hefur þarna verið um ótrúlega glæpastarfsemi að ræða, þar sem kröfurnar um skattgreiðslur sem viðkomandi glæpamenn hafa skotið undan nema frá nokkrum tugum milljóna upp í mörg hundruð milljónir og hæsta kæran hljóðar upp á ÁTTAMILLJARÐA króna skattaþjófnað.
Upphæðir skattastuldarins sýnir að viðkomandi fjárglæpamenn hafa skotið undan gjörsamlega óskiljanlegum upphæðum í flestum tilfellum og með ólíkindum að hægt hafi verið að stela svo háum fjárhæðum út úr hagkerfinu án þess að upp hafi komist fyrr.
Ef til vill er þarna um að ræða "hagnað" sem færður var út úr bönkunum með klækjum fyrir hrun, enda hafa ekki fengist trúverðugar skýringar á því, hvað um allt það fé varð sem sogað var út úr þeim af eigendum og stjórnendum bankanna á "útrásartímanum".
Vonandi verður fljótlega upplýst hverjir þarna hafa verið verki, því heiðarlegir skattgreiðendur hljóta að eiga rétt á að vita hverjir það eru sem reyndu að féfletta þá með þessum hætti.
Skattrannsóknarstjóri og hans fólk á þakkir skildar fyrir vel unnin störf við þessa glæparannsókn.
![]() |
Skattsvik í skúffufyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2011 | 12:30
Úr sér gengið fjármálakerfi
Víða um heim er fólk farið að mótmæla því úr sér gengna fjármálakerfi sem byggt hefur verið upp í veröldinni undanfarna áratugi og byggist upp af falskri seðlaútgáfu í mynd lánavöndla, sem engin verðmæti eru á bak við í raun og veru.
Bankar og fjármálafyrirtæki hafa margfaldað peningaveltuna með því að búa til skuldavafninga sem samansettir hafa verið úr lánum einstaklinga, fyrirtækja og ríkissjóða og um leið og einhversstaðar verða erfiðleikar með endurgreiðslur hikstar allt kerfið, enda byggt upp eins og nokkurs konar keðjubréf.
Um leið og keðjubréfaveltan stöðvast einhversstaðar kemur í ljós að ekkert stendur í raun á bak við hana annnað en loftbólur og sápukúlur, en alvöru peningakerfi byggist á þeim raunverulegu verðmætum sem þjóðarbúin búa yfir en ekki ímyndunarafli spákaupmanna og braskara.
Nú er æ betur að koma í ljós að þetta sápukúluhagkerfi gegnur ekki upp lengur og alger uppstokkun verður að eiga sér stað og snúa þarf aftur til peningakerfis sem byggir á verðmætum og verðmætasköpun og hagvöxtur getur aldrei byggst á öðru til lengdar en þeirri verðmætaaukningu sem skapast með aukinni framleiðslu verðmætaskapandi framleiðsluvara og hugvits.
Á meðan ríkissjóðir aðlaga sig að raunveruleikanum mun víða hrikta í og þeir braskarar, fjármálafyrirtæki og aðrir sem rakað hafa að sér fölskum auðæfum á þessu falska peningakerfi munu neyðast til að standa reikningsskil gerða sinna og "afskrifa" auðæfi sín, sem reyndar hafa aldrei verið nein.
Þetta falska peningakerfi hefur bitnað illilega á svkallaðri millistétt og friður mun ekki skapast aftur fyrr en hún hefur náð að lifa eðlilegu lífi á ný án þess að vera föst í klóm þeirrar tölvuleikjaveraldar sem fjármálafyrirtæki og fjárglæframenn hafa skapað og leikið sér í undanfarna áratugi.
Peningar verða ekki til með "copy", "paste" og "run" á tölvulyklaborðum.
![]() |
Mismunun víða mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)