9.1.2011 | 22:27
Var Birgitta að vinna með Wikileaks í nafni Alþingis?
Algerlega voru fyrirséð viðbrögð ýmissa vinstri sinnaðara skifara og annarra skítadreifara á blogginu við einum af fáum ummælum með viti og yfirvegun, sem stjórnmálamenn hafa látið frá sér fara um rannsókn bandarískra yfirvalda á hlut Birgittu Jónsdóttur að dreifingu tölvugagna, sem stolið var úr gagnageymslum hins opinbera í Bandaríkjunum.
Þessir sóðaskrifarar hafa ekki sparað stóryrðin um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna eðlilegra skoðana hans á málinu, en þær kristallast í eftirfarandi ummælum hans við mbl.is: "Ég á eftir að átta mig á því hvað það er sem er svona alvarlegt við það að bandarísk stjórnvöld séu að rannsaka það sem þeir telja vera refsivert brot samkvæmt sínum lögum."
Gapuxarnir virðast ekki skilja það, að hér er verið að rannsaka hugsanlega þáttöku Birgittu í athöfnum og aðgerðum sem líklega flokkast undir glæpi í Bandaríkjunum og viðbrögð þeirra íslensku ráðherra sem tjáð hafa sig um málið hafa verið, eins og við var að búast, algerlega vanhugsuð og sett fram í fljótræði.
Sem dæmi má nefna upphlaup Össurar Skarphéðinssonar, sem lýsti því fjálglega í gær hvernig hann ætlaði að taka sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á teppið og koma honum í skilning um það í eitt skipti fyrir öll, að engar útlendingadruslur skyldu voga sér að abbast upp á íslenska þingmenn. Sólarhring síðar, þegar Össur hafði hugsað örlítið um það sem hann sagði, en það gerir hann ekki oft, var allt hans fas orðið breitt og málið komið niður á stig embættismanna, en þar sitja mál af ómerkilegra taginu í samskiptum þjóða.
Allir sjá, nema íslensku ráðherrarnir og nokkrir bloggarar af óvandaðri gerðinni, að algert rugl er að reka þetta mál af hendi Íslendinga eins og hér sé um einhverjar aðgerðir þingmanns á Alþingi Íslendinga að ræða og því sé þetta á einhvern hátt mál, sem snertir pólitísk samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þetta er einfaldlega rannsókn á glæpamáli sem íslenskir einstaklingar gætu verið innviklaðir í, en kemur löggjafasamkomu þjóðarinnar ekkert við.
Bjarni Benediktsson virðist vera eini stjórnmálamaðurinn á Íslandi, sem metur þetta mál nákvæmlega eins og það er og þorir að segja það opinberlega, enda ekki lýðskrumari eins og t.d flestir ráðherrarnir eru.
![]() |
Bandaríkjamenn beita lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.1.2011 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
9.1.2011 | 17:27
Loftið lekur úr Össuri
Í gær var Össur Skarphéðinsson með stórar yfirlýsingar vegna kröfu Bandaríkjamanna um að fá afhent afrit af öllum samskiptum Birgittu Jónsdóttur, mótmælanda og þingmanns í hjáverkum, við Wikileaksfélaga sína á samskiptavefnum Twitter undanfarið ár a.m.k.
Össur var stóryrtur, eins og von var vegna þessarar kröfu Kananna og sagðist ætla að kalla sendiherra þeirra á teppið og láta hann heyra það milliliðalaust hvað sér fyndist um svona hnýsni í tölvusamskipti þingmanna þjóðarinnar, en virtist ekki vera með það á hreinu að alls ekki var um nein samskipti Birgittu sem þingmanns að ræða, heldur snerust þessi tölvusamskipti um iðju hennar utan þingsins og í þágu áhugamála sinna en ekki þess, sem ætti að vera hennar aðalstarf, þ.e. þingmennskan.
Nú er liðinn sólarhringur frá stóryrðum Össurar um væntanlegar eigin aðgerðir í málinu, eða eins og segir í fréttinni: "Össur gerir ekki ráð fyrir því að hann muni eiga fund með sendiherra Bandaríkjanna sjálfur. Líklegast komi það í hlut ráðuneytisstjóra. Tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin enn, en Össur reiknar með því að hann verði mjög fljótlega."
Vindurinn vegna málsins virðist allur úr Össuri og nú ætlar hann ekki að funda sjálfur með sendiherranum, heldur láta embættismann um það og ekki einu sinni búið að ákveða hvenær það verður gert, en þó vonandi fljótlega.
Líklega hefur Össur séð það í blogginu hérna í gær, að hann ætti sjálfur á hættu að verða spurður óþægilegra spurninga um þá niðurlægingu sem síðasta sendiherra Bandaríkjanna var sýnd við starfslok hennar af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Ekki er annað að sjá en blaðran Össur sé sprungin, eða a.m.k. hefur allur vindur lekið úr honum undraskjótt.
![]() |
Sjónarmiðum komið á framfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)