Össur upplýsi Fálkaorðumóðgunina í leiðinni

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ætlar að kalla bandaríska sendiherrann á sinn fund og mótmæla kröfu yfirboðara hans á hendur Twitter um afhendingu allra gagna Birgittu Jónsdóttur, sem hún setti inn á þann vef í aðdraganda birtingar stolinna skjala og gagna frá bandarískum yfirvöldum.

Auðvitað er meira en sjálfsagt að íslensk yfirvöld styðji eins vel og mögulegt er við bak Íslendinga sem lenda í sakamálarannsóknum erlendis, en í þessu tilfelli er algerlega ótækt að blanda inn í málið að Birgitta sé þingmaður, því málið sem til rannsóknar er kemur þingstörfum hennar ekkert við og ekki einu sinni íslenskum málefnum.

Þar sem þetta mál snýst um upplýsingar úr stjórnkerfi Bandaríkjanna, sem íslenskum ráðherrum, þar á meðal utanríkisráðherranum, þykir sjálfsagt að séu gerðar opinberar fyrir almenningi, jafnvel þó stolnar séu, hljóta íslensk yfirvöld héðan í frá að stjórna landinu fyrir opnum tjöldum og hafi allar upplýsingar um gerðir ráðherranna uppi á borðum, opnum og gagnsæjum hverjum sem hafa vill.

Þannig eiga stjórnvöld auðvitað að haga störfum sínum og ástæða til að hvetja alla til að berjast fyrir opnari stjórnsýslu, hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Það er heillavænlegra til framtíðar en að haldið verði áfram leynimakkinu og þar með ástæðunum fyrir innbrotum í tölvukerfi og öðrum glæpum.

Össur Skarphéðinsson gæti sýnt gott fordæmi og upplýst bandaríska sendiherrann og íslensku þjóðina um ástæður þess að hann niðurlægði síðasta sendihenna Bandaríkjanna á lokadegi sínum í starfi hérlendis, sem varð til þess að ekki var skipaður nýr sendiherra hérlendis fyrr en eftir nærri heilt ár.

Eftir þessum upplýsingum frá Össuri hefur verið beðið nokkuð lengi.


mbl.is Sendiherrann kallaður á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsyfirlýsing Birgittu

Birgitta Jónsdóttir hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því, að með því að taka þátt í að dreifa stolnum skjölum og myndböndum frá bandarískum stjórnvöldum á Wikileaks væri hún í raun að lýsa yfir stríði við þau sömu stjórnvöld.

Þeir sem lýsa yfir stríði á hendur öðrum aðila verða um leið að gera ráð fyrir að sá sem stríðini er beint gegn, grípi til vopna og verji sig með öllum ráðum.

Bandarísk yfirvöld hafa greinilega tekið stríðsyfirlýsinguna alvarlega.


mbl.is „Sérkennilegt og grafalvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband