3.1.2011 | 22:55
Ný evrukrísa í uppsiglingu
Spánn og Ítalía þurfa að endurfjármagna 400 milljarða af evruskuldum sínum á næstu mánuðum og það mun verða langt frá því auðvelt verk, eins og ástandið er á evrunni um þessar mundir og skuldaástandi evruríkjanna almennt.
Sérfræðingar telja afar vafasamt að evran lifi til lengdar sem gjaldmiðill og að janfvel strax á þessu ári muni verða ný evrukrísa, sem afleiðing af gífurlegri þörf evruríkjanna á endurfjármögnun skulda sinna.Celetino Amore, stofnandi fyrirtækisins IlliquidX, sem sérhæfir sig í verslun með skuldabréf, spáir miklum erfiðleikum á evrusvæðinu og segir m.a. í viðhangandi frétt: Það sem við erum að horfa fram á hefur greinilega möguleika til að verða að annarri lausafjárkreppu. Í þetta skiptið yrði hún hins vegar mun verri en áður. Stjórnvöldum hefur tekist að hægja á ferlinu, en vandamálin hafa ekki farið í burtu. Það eru útistandandi billjónir dala af skuldum sem verður að endurfjármagna eða selja.
Kínverjar eru þegar byrjaðir að kaupa upp spænsk ríkisskuldabréf og hafa reyndar verið iðnir við að kaupa upp evrópsk ríkisskuldabréf og evrur og sífellt styttist í því að þeir hafi fjárhagslega framtíð Evrópu í hendi sinni, eins og þeir hafa nú þegar bandarískt efnhagslíf nánast í sínum höndum.
Íslensk stjórnvöld skrökva því bláköld að þjóðinni að erfitt verði fyrir Íslendinga að fá erlend lán á næstunni verði ekki samþykkt að gera íslendinga að skattalegum þrælum Breta og Hollendinga vegna Icesave. Allir sem vilja sjá í gegnum þennan blekkingarvef og öllum erlendum fjármálafyrirtækjum er nákvæmlega sama um Icesave og fæst þeirra vita nokkuð um það mál, enda skiptir það ekki nokkru við ákvörðun lána til Íslendinga.
Sé hægt að sýna fram á arðvænlegar fjárfestingar mun ekki standa á fjárfestum og lánveitendum erlendis frá. Það eina sem stendur í vegi atvinnuuppbyggingar í landinu er ríkisstjórnin. Um leið og hægt verður að losna við hana, verður mögulegt að koma þjóðinni út úr kreppunni og fyrr ekki.
Málið er nú ekki flóknara en það.
![]() |
Telja ólíklegt að evran lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 16:38
Hagvöxtur aukinn með lífeyrissparnaði
Við fjárlagagerðina gaf ríkisstjórnin út þá spá sína, að hagvöxtur yrði á árinu 2011, en hann yrði ekki drifinn áfram af aukinni verðmætasköpun í landinu eða minnkun atvinnuleysis, heldur myndi AUKIN EINKANEYSLA sjá til þess.
Nú er komið í ljós hvernig einkaneysla á að geta aukist á þessu ári án aukins krafts í atvinnulífinu og þar með meiri launatekjum þjóðarinnar. Einkaneyslan á að aukast með því að fólk á besta aldri gangi á SÉREIGNARLÍFEYRISSPARNAÐ sinn, sem því hafði tekist að koma sér upp á mörgum árum á meðan við völd voru ríkisstjórnir sem skildu þýðingu atvinnunnar og þýðingu þess að leggja til hliðar á starfsævinni í þeim tilgangi að skapa sér mannsæmandi kjör í ellinni.
Þetta er einhver fáránlegasta efnahagsstjórn sem sögur hafa farið af á vesturlöndum og sjálfsagt þó víðar væri leitað, en flestar ríkisstjórnir skilja það, að í kreppum er fyrsta, annað og þriðja boðorðið að reyna allt sem hægt er til að halda atvinnufyrirtækjunum gangandi og skapa forsendur fyrir ný og allra helst erlenda fjárfestingu í atvinnuvegunum.
Hér á landi gerir "fyrsta hreina vinstri stjórnin" allt sem mögulegt er til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu og þá allra helst ef eitthvað erlent gæti hugsanlega tengst málunum. Til að benda á þveröfug viðbrögð við kreppu má benda á Írland, en þar er megináhersla lögð á atvinnumálin, enda vita Írar, eins og flestir aðrir, að atvinna er undirstaða allra annarra aðgerða við slíkar aðstæður.
Vonandi losnum við hið fyrsta við þá ólánsríkisstjórn, sem við sitjum uppi með og þá mun gamla góða kjörorðið ganga í endurnýjun lífdaga: "Aldrei aftur vinstri stjórn".
![]() |
Heimild til taka út lífeyrissparnað hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)