29.1.2011 | 20:21
Kvótakosning, en um hvað?
Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti tillögu í dag sem á að vera einhvers konar hefnd á SA vegna afstöðu samtakanna um að ganga þurfi frá framtíðarskipan kvótamálanna áður en gengið verður frá kjarasamningum á almennum markaði. Tillaga flokksstjórnarfundarins gengur sem sagt út á það að Jóhanna Sigurðardóttir beiti sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um að aflaheimildir verði innkallaðar á tuttugu árum og þeim síðan endurúthlutað gegn gjaldi.
Það er gott og blessað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmsu málefni, en þá þarf að vera hægt að kjósa um a.m.k. tvo skýra kosti, en ekki eingöngu um hvort þjóðin samþykki hvaða dellu sem ríkisstjórn hverju sinni lætur sér detta í hug að skjóta til þjóðarinnar, án þess að boðið sé upp á annan valkost en einhverja óljósa tillögu, sem enginn veit hvernig á að útfæra.
Á þessu bloggi hefur verið lögð fram tillaga til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu og hefur hún fengið ágætar undirtektir þeirra sem tjáð hafa sig um hana. Til upprifjunar má benda á þessa tillögu, en hana má sjá HÉRNA Væri gaman að fá um hana meiri umræður og tillögur til frekari útfærslu, en allir sjá að ef vísa á einhverju til þjóðarinnar til endanlegrar ákvörðunartöku, þá verða að vera skýrir valkostir í boði.
Samþykkt Flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar er gerð með haturs- og hefnigirnishuga og því algerlega ómarktæk, a.m.k. þangað til hún verður útfærð nánar og aðrir valkostir kynntir til sögunnar.
![]() |
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
29.1.2011 | 14:44
Brennuvargar í stjórnarliði
Jóhanna Sigurðardóttir segir að hluti þingflokks VG sé ekkert annað en ótýndir brennuvargar, sem ættu að fara varlega með eldspýturnar.
Gallinn er bara sá að á ríkisstjórnarheimilinu er ekkert eftir óbrunnið og öll ríkisstjórnin þarf að fara að bregða búi.
Því fyrr sem hún áttar sig á því, því betra fyrir alla aðila.
![]() |
Eru að leika sér að eldinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)