Brennuvargar í stjórnarliði

Jóhanna Sigurðardóttir segir að hluti þingflokks VG sé ekkert annað en ótýndir brennuvargar, sem ættu að fara varlega með eldspýturnar.

Gallinn er bara sá að á ríkisstjórnarheimilinu er ekkert eftir óbrunnið og öll ríkisstjórnin þarf að fara að bregða búi.

Því fyrr sem hún áttar sig á því, því betra fyrir alla aðila.


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu þingmenn meirihlutans á alþingi sem almenningur í landinu ber einhverja virðingu fyrir er hin svokallaða "órólega deild" sem ein heldur uppi hugsjónum vinstri mennskunnar þar. Aðrir Vinstri Grænir og Samfylkingin eins og hún leggur sig eru einfaldlega ekki vinstri menn, heldur hægri hræsnarar sem skreyta sig með stolnum vinstri fjöðrum, eins og verk þeirra sanna. Olaf Palme hefði hlegið að þeim.

Ólafur (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:50

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Vinstrimenn geta breytt sér í allra skötu líki.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2011 kl. 17:28

3 identicon

 Og hver stjórnar brennumálum i landinu? og er yfir" Brennuvargur "  ?

ransý (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 18:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt því sem Jóhanna segir eru það villikettirnir í VG sem eru brennuvargarnir, en hver foringinn er í þeim hópi, skal ósagt látið að sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2011 kl. 18:53

5 identicon

Jóhanna er búin að segja alltof margt sem stenst ekki skoðum  að hun er löngu marklaus , hendir bara grjóti úr glerhúsi og gaggar eins og  margt   gamallt fólk gerir ,sem er hrætt um að allir seu hættir að taka" mark "á ser ! og hætt að kunna fara með eldspitur ,enda verðurt tvisavar gamall maður" barn " ...flóknara er það nú ekki ! . Vonandi verður hún  leyst frá störfum fljótlega  !?  enda löngu orðin yfir sig þreytt og uppurin gamla konan  !!.  þá getum við sagt" Blessuð se minning hennar" ......það er nú annars , eiginlega alveg  hægt núna  ! ? allavega styttist ,mjög   !

ransý (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:56

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir allt sem hér er sagt á undan - en ransy - hmmm þetta með "gamla fólkið" ég held að Jóhanna hafi fæðst elliær. Og annað - tvisvar verður......   börn eru ekki illgjörn - það er Jóhanna - það er hægt að leiðbeina börnum og kenna þeim - ekki Jóhönnu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.1.2011 kl. 13:24

7 Smámynd: Elle_

Mér finnst Ólafur vera að fara með rétt mál.  Gamalt fólk verður heldur oftast ekki aftur barn og ekki endilega elliært.  Gamalt fólk er oftast með fullri rænu og fullu viti út lífið og má ekki dæma mann bara fyrir að vera orðinn gamall.  Hinsvegar: Getur verið að Jóhanna hafi enn ekki þroskast?? 

Elle_, 30.1.2011 kl. 17:17

8 identicon

Ég vil sjá nýja ríkisstjórn sem Lilja Mósesdóttir og Birgitta leiða saman. Birgitta kemur með eldmóðinn, frumleikan og sköpunarkraftinn. Við erum þegar að fá heimsins flottustu fjölmiðlalög, þökk sé henni, sem munu skila landinu ótakmörkuðum tekjum þegar fram í sækir, því ótal fjölmiðlar munu vilja vera hér og borga okkur fyrir hýsingu. Birgitta er líka orðin heimsþekkt baráttukona fyrir mannréttindum og ef heldur áfram sem horfir gæti hún fyrr eða síðar fengið friðarverðlaun nóbels, því hennar eldur slokknar ekki né kulnar. Hún er aftur á móti stundum of fljótfær, og ekki best menntuð í heiminu, þó hún hafi reynsluna, og þar kemur Lilja inn í myndina með leiðsögn og pólítíska yfirsýn, og til að bremsa hana af á réttum stöðum, en Lilja er í raun mikil hófsemdarkona og diplómat, þó hún sé ekki tilbúin að svíkja samvisku sína fyrir flokk sem hefur svikið stefnu sína. Jón Gnarr væri líka fínn þarna inn í með hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Hann er búinn að finna stórsniðuga leið til að láta ísbjörninn fjármagna sig sjálfan og fá umhverfisverndaráhugamenn til að koma til landsins í stórauknu máli um leið og þeir fjármagna þessa hugmynd hans. Og hann er "svalur" og myndi ná að draga fleiri að til að færa fjölmiðlastarfsemi sína hingað til lands, sérstaklega ef hann fengi Björk Guðmundsdóttur vinkonu sína til margra ára í lið með sér.

Nói (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:49

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Góður brandari, Nói.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband