Er Arion banki samsekur um lögbrot?

Kyrrstöðusamningurinn sem Arion banki gerði við Bónusgengið vegna Gaums hlýtur að jaðra við þátttöku í lögbroti, þar sem skuldara sem kominn er í greiðsluþrot er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta, samkvæmt lögum nr. 21/1991, með síðari breytingum.

Í þeim lögum segir m.a:

4. þáttur. Gjaldþrotaskipti.
XI. kafli. Upphaf gjaldþrotaskipta.
64. gr. Skuldari getur krafist að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.
Skuldara, sem er bókhaldsskyldur, er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum sem segir í 1. mgr.

Algerlega augljóst er að Bónusgengið hefur margbrotið þessa lagagrein með því að gefa ekki upp bú Gaums og 1988 ehf. til gjaldþrotaskipta og með síðustu aðgerðum sínum verður ekki annað séð en að Arion banki sé orðinn samsekur um að brjóta gegn gjaldþrotalögunum.

Bankastjóri Arion segir að allir standi jafnir í viðskiptum við bankann, en greinilegt er að ekki fá allir jafn mikinn bónus frá honum og Bónusgengið.


mbl.is Bankarnir skuldi skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Landeyjahöfn algerlega mislukkuð?

Þann 21. júlí s.l. byrjaði Herjólfur siglingar frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn og voru miklar vonir bundnar við þessa nýju höfn, enda ekki nema rúmlega hálftíma sigling þangað frá Heymaey.  Ekki voru allir á eitt sáttir við valið á hafnarstæðinu og töldu að veður og vindar væru þar svo óhagstæðir að ekki yrði auðvelt að halda uppi ferjusiglingum á þennan stað.

Frá því að Herjólfur hóf siglingar sínar til Landeyjarhafnar, hefur nokkrum sinnum þurft að fella niður ferðir vegna veðurs og ölduhæðar og nú er svo komið að höfnin hefur fyllst svo af sandi og ösku, að skipið tók þar niðri og skipstjórinn treystir sér ekki til að sigla aftur, fyrr en búið verður að dýpka höfnina og innsiglinguna í hana.

Miðað við hve margar ferðir hefur þurft að fella niður í sumar, vakna upp vangveltur hvernig muni ganga að halda uppi þessum samgöngum yfir vetrarmánuðina, en veður eru oft válynd við suðurströndina yfir veturinn.  Einnig hlýtur að mega reikna með miklu meira sandróti við höfnina í þeim brimsköflum sem þar skella á yfir vetrartímann.

Komandi vetur mun væntanlega skera úr um, hvort Landeyjahöfn sé algerlega mislukkuð fjárfesting.


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband