Ótrúlega mikil ánægja með Jón Gnarr sem borgarstjóra

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eru rúm 40% þjóðarinnar ánægð með Jón Gnarr sem borgarstjóra og virðist ánægjan því meiri sem svarendur eru yngi og lengra frá Reykjavík.  42% er alveg sama um störf hans og 17% eru verulega óánægðir.

Ánægja 40% aðspurðra með borgarstjórna höfuðborgarinnar þætti ekki merkileg niðurstaða við venjulegar aðstæður og eftir svo stutta setu, verður hún að teljast með ólíkindum í þessu tilfelli, þar sem Jón Gnarr hefur ekkert sýnt af sér í stöðu borgarstjórna, annað en þátttöku í gleðigöngu og að auglýsa fyrir bílaumboð.  Ekkert hefur fést af stórum ákvörðunum nýs meirihluta og ef þarf að svara fyrir eitthvað, gerir Dagur það, enda Jón Gnarr algerlega ófær um að tjá sig um það sem skiptir máli, enda ekkert inni í neinu, sem skiptir máli.

Til að viðhalda gleði þessara 40% prósenta þjóðarinnar, sem aðallega virðast vera kjósendur Besta flokksins og Samfylkingarinnar, þarf Jón Gnarr bara að halda sig við það sem hann er góður í, en það er að blogga á dagbókinni sinni um hvað hann sé þreyttur, með mikinn höfuðverk, skapillur og fúll út í Sjálfstæðismenn fyrir að dirfast að gagnrýna getu- og framkvæmdaleysi hans við stjórn borgarinnar.

Jón Gnarr sagðist í kosningabaráttunni ekki ætla að gera neitt í borgarstjóraembættinu, aðeins þiggja góð laun og einkabílstjóra.  Við það hefur hann staðið með heiðri og sóma.

 


mbl.is 40% ánægð með störf borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snautlegar skýringar Arion banka

Vegna mikilla umræðna um kyrrstöðusamning Arion banka við Baugsgengið vegna skulda þess við bankann vegna eignarhaldsfélags síns, Gaums og dótturfélagsins 1988 ehf., sem aftur á Haga hf., sem nýlega verðlaunaði Gengisforingjann fyrir eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, eftir aðeins tuttugu ára "viðskiptaferil" með 114 milljóna króna "starfslokagreiðslu", ásamt því að kaupa einbýlishús, sumarbústað og bíl fyrir 41 milljón krónur.  Miðað við lífsstandardinn á Bónusbenginu fram að þessu, virðast þetta vera afar verðlitlar eignir á þann mælikvarða.

Arion banki reynir að verja kyrrstöðusamninginn með því, að verið sé að gæta hagsmuna bankans og tínir m.a. til eftirfarandi atriði því til sönnunar:

"bankinn leitar allra leiða til að tryggja hagsmuni sína sem kröfuhafa í þessu máli sem öðrum

kyrrstöðusamningar eru í ákveðnum tilvikum leið til verja slíka hagsmuni og eru í eðli sínu tímabundin frysting lána meðan unnið er að greiningu og úrlausn vandans

í öllum þessum tilvikum væntir bankinn þess að eitthvað það gerist áður en fresturinn er úti sem verði til þess að bankinn sjái hagsmunum sínum betur borgið sem kröfuhafi"

Ekki verður séð hvernig bankinn tryggir hagsmuni sína betur með frystingu lána, því ekki batna veðin neitt við það og ef og þegar skuldari getur gert upp lánið, eða byrjað að greiða inn á það að nýju, er bankanum í lófa lagið að endursemja um alla skilmála lánsins og fella niður dráttarvexti, gefa afslátt af vöxtum og þess vegna höfuðstól, ef hann telur skuldarann ekki geta greitt hann að fullu.

Hvað telur bankinn að gerist áður en kyrrstöðusamningar við Baugsgengið renna út, sem verði til þess að hagsmunum bankans verði betur borgið?  Getur verið að hann vænti þess að Baugsgengið nái Högum undir sig aftur fljótlega og geti þar með mjólkað það fyrirtæki og þannig greitt inn á skuldasúpu eldri eignarhaldsfélaga sinna?

Ef ekki berast frekari skýringar frá bankanum, verður að flokka þessar sem hreint yfirklór.


mbl.is Segja kyrrstöðusamning ekki fela í sér sérkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband