Atli ásakar samþingmenn sína

Atli Gíslason, formaður ákærunefndar Alþingis, segir í viðtali við mbl.is:  "Þetta var lýðræðisleg kosning en það virtust samt vera einhver undirmál í gangi eða eitthvað sem ég næ ekki utan um."  Þar sem Atli hefur marg sagt að hann sé ekki saksóknari, heldur eingöngu þingmaður sem ákvarðar hvort gerðir manna og aðgerðaleysi séu líkleg til sakfellingar fyrir dómi, hlýtur hann að hafa eitthvað í höndunum, sem er líklegra en ekki, til að sanna þessa fullyrðingu um pólitísk hrossakaup í þinginu.

Varla getur svo heiðvirður maður, sem Atli segist vera, verið að dylgja um undirmál samþingmanna sinna, nema hafa eitthvað bitastætt til að byggja á og enn síður getur verið að hann hlaupi með slíkt í fjölmiðla, ef það væri tómt fleipur.  Því verða fjölmiðlar að krefja þingmanninn um betri skýringar á ummælunum og við hvaða samþingmenn sína hann á við, því annars liggja allir hinir 62 þingmennirnir undir grun um að hafa verið að bralla eitthvað á bak við Atla.

Vegna sérstakrar hæfni, sem Atli er einnig sannfærður um að hafa til að bera, ætlar hann að bjóða sig fram í saksóknaranefnd þingsins, sem skal vera sækjanda til halds og traust í málshöfðuninni gegn Geir H. Haarde, sem Atli segist ekki vera viss um að verði sakfelldur, þó hann segist viss um að hann hafi gerst sekur um lögbrot. 

Blóðþorsti Atla hefur ekki verið slökktur ennþá og því vill hann fá að fylgja málinu eftir allt til enda, en ætti raunar að vera síðastur þingmanna til að veljast í þessa nefnd, þar sem hann hefur þegar lýst yfir sannfæringu sinni um sekt sakborningsins, en slíkar yfirlýsingar eiga að duga til að gera hvern mann vanhæfan í raunverulegu réttarríki.

Atli hefur sennilega enga trú á raunverulegu réttlæti, frekar en lærimeistarar hans í sovétinu.


mbl.is Atli segir undirmál viðhöfð á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir að afvegaleiða mál

Skilanefnd Glitnis rekur mál gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni FL Group, eiginkonu hans, Pálma í Iceland Express og fleiri tengdum aðilum fyrir að hafa svikið tvo milljarða Bandaríkjadala út úr bankanum fyrir hrun og krefst bóta frá þeim fyir svikin.

Jón Ásgeir fer hins vegar mikinn í baráttu sinni gegn slitastjórninni og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni hennar, og sendir opinbera áskorun á hana um að tilgreina þá peninga og aðrar eignir, sem slitastjórnin hafi sakað hann um að fela.  Málið í New York snýst ekki um að finna peninga og eignir Jóns Ásgeirs, heldur er um skaðabótamál að ræða og ef það vinnst hlýtur það að vera vandamál Jóns Ásgeirs sjálfs og klíku hans að finna þá fjármuni sem til þarf, til greiðslu skaðabótanna.

Eva Joly hefur marg bent á, að sakborningar í svona stórum efnahagsbrotamálum muni gera allt sem í þeirra valdi standi til að sverta persónur rannsakendanna og sækjenda í málum þeirra og beita fyrir sig leigupennum til viðbótar þeirri baráttu sem þeir munu sjálfir heyja í stríðinu, sem þeir munu heyja gegn yfirvöldum og þeim embættismönnum sem að rannsóknunum munu koma.

Þessi skrif Jóns Ásgeirs eru liður í þeirri fyrirséðu herferð.


mbl.is Jón Ásgeir skorar á Steinunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Saga ýtir undir ofbeldi

Undanfarna daga hefur Útvarp Saga, og þá sérstaklega Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður og stjórnarmaður stöðvarinnar, nánast hvatt hlutstendur sína til ofbeldisverka gagnvart ríkisstjórninni og "stjórnmálastéttinni", eins og Pétur orðar það.

Í gær, eða fyrradag, hringdi inn maður og hvatti fólk til að mæta við þinghúsið á morgun með vatnsbyssur, fylltar af hlandi, og sprauta úr þeim yfir þingmenn við þingsetninguna og Pétur tók undir þetta með manninum, en lagði þó til að vatn yrði látið duga sem hleðsla í byssurnar.

Í morgun hvatti Pétur alla hlustendur stöðvarinnar lögeggjan að mæta til mótmæla við Alþingi á morgun og sagði að ekkert nema ógnanir dygðu til að hafa áhrif á "stjórnmálastéttina", án þess þó að útskýra betur fyrir hlutstendum hverning ógnanir væru áfrifaríkastar.  Óhætt er að segja að aðrir eigs öfgar og óhróður gegn stjórnmálamönnum hefur aldrei áður heyrst eða sést í íslenskum fjölmiðlum og Pétur þessi lætur sér sæma að dengja yfir hlustendur stöðvarinnar.

Útvarp Saga, þrátt fyrir einstaka ágæta þætti, er án nokkurs vafa einn auðvirðilegasti fjölmiðill landsins nú um stundir og er DV þá meðtalið.


mbl.is Viðbúnaður með venjulegu sniði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Gnarr-effect

Nýlega gortaði Jón Gnarr sig af því að hann væri orðinn sérstakt hugtak í stjórnmálafræðum, sem kallaðist "The Gnarr-effect", eða "Gnarr-áhrifin" eins og það ætti væntanlega að þýðast á íslensku.  Ekki fylgdi með gortinu af þessari nafngift í hverju áhrifin á stjórnmálafræðin væru fólgin, en nú virðast þau vera að koma í ljós í kosningum sitt hvorum megin við Atlanshafið.

Í Brasilíu eru kosningar framundan og þar eru Gnarr-áhrifin nokkuð áberandi, en þar eru ýmsir í framboði, sem greinilega hafa orðið fyrir Gnarr-áhrifunum, eins og ÞESSI frétt sýnir glögglega, en þar geta kjósendur t.d. valið á milli vændiskonu, boxara og starfsbróður Jóns Gnarrs, þ.e. trúðs.

Birgitta Jónsdóttir er nú stödd á Ítalíu, þar sem hún hvetur Ítali til að kjósa hina ítölsku útgáfu af Jóni Grarr, sem er í framboði fyrir ítalska útgáfu af Hreyfingunni.  Hvort tenging ítalskra gnarrista og Hreyfingarinnar boðar eitthvað um samstarf þessara grínframboða hérlendis, skal ósagt látið, en einkennileg er þessi trúboðsferð Birgittu til Ítalíu í því skyni að útbreiða Gnarr-áhrifin.

Væntanlega mun slagorð þessara hreyfinga verða:  "Trúðar allra landa sameinist".

 


mbl.is Ítölsk Hreyfing í fæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband