Atli ásakar samþingmenn sína

Atli Gíslason, formaður ákærunefndar Alþingis, segir í viðtali við mbl.is:  "Þetta var lýðræðisleg kosning en það virtust samt vera einhver undirmál í gangi eða eitthvað sem ég næ ekki utan um."  Þar sem Atli hefur marg sagt að hann sé ekki saksóknari, heldur eingöngu þingmaður sem ákvarðar hvort gerðir manna og aðgerðaleysi séu líkleg til sakfellingar fyrir dómi, hlýtur hann að hafa eitthvað í höndunum, sem er líklegra en ekki, til að sanna þessa fullyrðingu um pólitísk hrossakaup í þinginu.

Varla getur svo heiðvirður maður, sem Atli segist vera, verið að dylgja um undirmál samþingmanna sinna, nema hafa eitthvað bitastætt til að byggja á og enn síður getur verið að hann hlaupi með slíkt í fjölmiðla, ef það væri tómt fleipur.  Því verða fjölmiðlar að krefja þingmanninn um betri skýringar á ummælunum og við hvaða samþingmenn sína hann á við, því annars liggja allir hinir 62 þingmennirnir undir grun um að hafa verið að bralla eitthvað á bak við Atla.

Vegna sérstakrar hæfni, sem Atli er einnig sannfærður um að hafa til að bera, ætlar hann að bjóða sig fram í saksóknaranefnd þingsins, sem skal vera sækjanda til halds og traust í málshöfðuninni gegn Geir H. Haarde, sem Atli segist ekki vera viss um að verði sakfelldur, þó hann segist viss um að hann hafi gerst sekur um lögbrot. 

Blóðþorsti Atla hefur ekki verið slökktur ennþá og því vill hann fá að fylgja málinu eftir allt til enda, en ætti raunar að vera síðastur þingmanna til að veljast í þessa nefnd, þar sem hann hefur þegar lýst yfir sannfæringu sinni um sekt sakborningsins, en slíkar yfirlýsingar eiga að duga til að gera hvern mann vanhæfan í raunverulegu réttarríki.

Atli hefur sennilega enga trú á raunverulegu réttlæti, frekar en lærimeistarar hans í sovétinu.


mbl.is Atli segir undirmál viðhöfð á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég hélt að lærimeistarar Atla væru allir í Norður Kóreu og Kína, getur verið misskilningur, með þessa ríkisstjórn yfir sér er maður svolítið tens

Kjartan Sigurgeirsson, 1.10.2010 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband