29.9.2010 | 19:36
Pólitískt réttarhneyksli
Samfylkingin lét VG teyma sig út í pólitískan skrípaleik til þess að koma Geir H. Haarde fyrir Landsdóm og gekk plottið út á að ráðherrar Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórn myndu sleppa við ákærur, gegn því að flokkurinn sæi til þess að Geir yrði ákærður og helst Árni Matt. einnig.
Jóhanna Sigurðardóttir gaf út þá yfirlýsingu að kæran væri til þess að róa almenning og Lilja Mósesdóttir sagði að stefna ætti Sjálfstæðismönnunum fyrir Landsdóminn til þess að gera upp við pólitískar skoðanir þeirra og frjálshyggjuna, eins og hún orðaði það.
Í dag sagði Ögmundur Jónasson að honum þætti miður að Geir væri einum stefnt fyrir dóminn til þess að taka á sig pólitíska ábyrgð á hruninu. Þetta er enn ein staðfestingin á því, að þetta Landsdómsmál hefur allan tímann verið hugsað sem pólitísk aðför að fyrrverandi ríkisstjórn og slík pólitísk réttarhöld hafa verið algerlega óþekkt á vesturlöndum undanfarna áratugi, en voru alþekkt í Sovétríkjunum sálugu, en þangað sækir VG sínar pólitísku fyrirmyndir.
Aðspurður játaði Ögmundur því að þetta væru pólitísk réttarhöld og uppgjör við ákveðna stjórnmálastefnu. Þessar játningar um tilgang réttarhaldanna þyrftu nánari rannsóknar við.
VG og Samfylkingin hafa með þessum gerðum sínum staðið fyrir mesta pólitíska réttarhneyksli sem um getur frá falli kommúnismans í austrinu.
![]() |
Dapurleg niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2010 | 16:31
Áætlun sem byggir á mislukkuðum brandara
Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og AGS var samþykkt af stjórn sjóðsins í dag og þar með aukast lánamöguleikar frá sjóðnum og norðurlöndunum og eins virðist þessi afgreiðsla sanna að AGS sé hættur störfum sem handrukkari fyrir fjárkúgarana í Bretlandi og Hollandi.
Það sem vekur þó mesta athygli við þessa endurskoðun er viljayfirlýsing ríkisstjórnarninnar sem lögð var fyrir stjórn sjóðsins í tilefni endurskoðunarinnar, en yfirlýsingin er grátbrosleg aflestrar og virkar eins og misheppnaður brandari, en þar segir m.a:
"Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar byggir á fjórum meginþáttum. Í fyrsta lagi er unnið að því að byggja upp traust fjármálakerfi sem getur sinnt þörfum heimila og fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að tryggja fjárhagslega stöðu ríkissjóðs og hins opinbera og leika þar fjárlög haustsins lykilhlutverk. Í þriðja lagi verður að taka frekari skref til afnáms gjaldeyrishafta og móta peningastefnu til frambúðar. Í fjórða lagi þarf að tryggja aðlögun skulda heimila og fyrirtækja, með virkri þátttöku lánastofnana. Nýfallinn dómur Hæstaréttar og fyrirhuguð lagasetning vegna gengisbundinna lána munu tryggja sanngjarna niðurstöðu í málinu og flýta fyrir endurskipulagningu skulda. Markmið efnahagsstefnunnar er að leggja grunninn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til framtíðar."
Það sem þarna segir um áætlanir stjórnarinnar um fjármál heimilanna og skuldir þeirra hlýtur að eiga að vera brandari, þó varla þyki hann mjög fyndinn í þeim fjölskyldum, sem þegar hafa misst heimili sitt, eða eiga það í vændum á næstu mánuðum. Hvað skyldi fólk oft hafa hlutstað á Árna Pál Árnason lýsa því yfir að "ráðstafanir" væru væntanlegar í næstu viku, þegar búið væri að "útfæra þær nánar"?
Reyndar er ólíklegt að nokkrum manni þyki þetta fyndið, því svo hefur hert að pyngju hvers einasta þjóðfélagsþegns, að það virkar frekar eins og móðgun, að halda því fram að ríkisstjórnin hafi verið að vinna sérstaklega í þágu heimilanna í landinu. Ekki er minnst á það í þessari yfirlýsingu að til standi að gera einhverjar ráðstafanir til að efla atvinnulífið í landinu og koma nýjum orkufyrirtækjum á koppinn.
Skyldi hafa verið hlegið á stjórnarfundi AGS?
![]() |
Þriðja endurskoðunin samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 15:13
Hrunstjórnum Evrópu mótmælt
Þó engu líkara sé, en að Íslendingar haldi að hvergi hafi orðið efnahagshrun annarsstaðar en hér á landi, þá er það engu að síður staðreynd og fjöldi banka hefur orðið gjaldþrota, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þrátt fyrir að ríkissjóðir viðkomandi landa hafi ausið stjarnfræðilegum upphæðum til að bjarga bankakerfum sínum, þó ekki hafi allir bankar lifað þær björgunaraðgerir af.
Atvinnuleysi austan hafs og vestan er í flestum löndum jafnvel meira en hérlendis, þó íslensku atvinnuleysistölurnar gefi ekki rétta mynd af ástandinu, þar sem fjöldi fólks hefur farið til náms í atvinnuleysinu og mörg þúsund manns hafi flutt af landi brott í leit að atvinnu, aðallega til Noregs.
Vandamálin í öllum þessum löndum er það sama, en það er skortur á atvinnutækifærum og vangeta ríkisstjórnanna við að koma atvinnulífinu í gang á ný, þó fæstar ríkisstjórnir berjist beinlínis gegn allri atvinnuuppbyggingu, eins og sú íslenska gerir. Samdrátturinn í atvinnulífinu hefur orðið til þess að skatttekjur landanna hafa skroppið saman og eina ráðið til að mæta tekjumissinum er að skera niður ríkisútgjöld og spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins.
Slíkur niðurskurður bitnar í mörgum tilfellum helst á þeim sem síst skyldi, þ.e. atvinnulausum, öryrkjum og láglaunafólki. Þetta ástand hefur orðið til þess að mikil mótmæli eru nú víða um Evrópu og þó mest í höfuðborg hrunveldis ESB, Brussel.
Fari svo sem Samfylkingin vill, þurfa Íslendingar að bregða sér til Brussel, vilji þeir mótmæla einhverju í framtíðinni.
![]() |
Verkföll og mótmæli víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2010 | 10:09
Vændið og forsjárhyggjufólkið
Dómari í Ortario í Kanada úrskurðaði í gær, við mikinn fögnuð vændiskvenna, að bann við rekstri vændishúsa í ríkinu skyldi afnumið. Rök vændiskvennanna fyrir afnámi bannsins voru öryggismál þeirra, en eins og gefur að skilja telja þær sig öruggari í viðskiptum sínum innan öruggra veggja vændishúsanna, en í götuharkinu.
Það sem ekki síst er merkilegt við þetta má, er þessi klausa úr fréttinni: "Athygli vekur að dómarinn, Susan Himel , er kona en í rökstuðningi hennar segir að bann við rekstri vændishúsa og útgerð vændis brjóti í bága við stjórnarskrárbundin rétt einstaklinga til frelsis, athafna og öryggis.
Dómsniðurstaðan er rökstudd í 131 bls. skýrslu sem er aðgengileg hér en á blaðsíðu 24 kemur fram að sönnunargögnum hafi verið aflað á tveggja og hálfs árs tímabili og grein gerð fyrir þeim á alls 25.000 síðum í 88 bindum." Miðað við þessa rannsókn, sem greinilega hefur verið bæði tímafrek og viðamikil, þá bliknar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis í samanburðinum, bæði hvað varðar rannsóknartíma og blaðsíðu- og bindafjölda.
Annað sem vert er að veita athygli í fréttinni af þessari rannsókn er niðurlag fréttarinnar, sem hljóðar svona: "Tekið er fram í skýrslunni að engin ein staðalmynd af vændiskonu dugi til að lýsa vændiskonum í Kanada, enda sé bakgrunnur þeirra sem leggja fyrir sig vændi afar ólíkur. Ástæður þess að konur leggi fyrir sig vændi séu jafn ólíkar og þær séu margar."
Hvað ætli feministar og annað forsjárhyggjufólk segi við þessu?
![]() |
Vændiskonur fagna sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)