Samfylkingin og sala bankanna

Nú eru víða uppi háværar kröfur um enn eina rannsókn á sölu bankanna á sínum tíma, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum árin fyrir hrun, þó Ríkisendurskoðun hafi í tvígang farið yfir bankasöluna og Rannsóknarnefnd Alþingis hafi farið ýtarlega yfir starfsemi FME og Seðlabankans í aðdraganda hrunsins og talið tiltölulega fá atriði athugunarverð við starfsemi þeirra.  Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar varðandi þessar stofnanir voru sendar til Ríkissaksóknara, sem eftir yfirferð gagnanna taldi ekki grundvöll til frekari rannsókna eða ákæra.

Einkavæðing bankanna hófst með sölu á Fjárfestingabanka atvinnulífsins og þá var miðað við að selja bankann með dreifðri eignaraðild, en Kaupþing og sparisjóðirnir í samstarfi við Orca hópinn braut þær fyrirætlanir á bak aftur með klækjabrögðum, þannig að áformin um dreifðu eigaraðidina fóru út um þúfur, þrátt fyrir vilja og ætlun ríkisstjórnarinnar í þeim efnum.  Orca hópurinn samanstóð af Baugsgegninu og samverkamönnum þess, en það gengi átti eftir að koma verulega við bankasöguna fram að hruni og olli því reyndar, ásamt öðrum banka- og útrásargengjum.

Samfylkingin stóð ávallt þétt að baki Baugsgenginu, eins og Össur Skarphéðinsson hefur viðurkennt og barðist með því gegn ríkisstjórninni til þess að eyðileggja allar fyrirætlanir um dreifða eiganraðild bankanna og fór svo að lokum að Davíð Oddson og ríkisstjórn hans neyddist til að falla frá áformum sínum í þá veru.

Óli Björn Kárason hefur tekið saman fróðlega upprifjun á þessum málum á vef sínum t24.is og ættu allir að lesa þá fróðlegu grein.  Hana má sjá HÉRNA


mbl.is Seldu reynslulausum bröskurum bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumstæð Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir tjáði sig um skýrslu Atlanefndarinnar á þingi og talaði af því tilefni eins og alger nýliði á þingi og í ráðherrastóli og lét eins og henni kæmi algerlega á óvart, þetar hún tók við embætti forsætisráðherra "hve vinnubrögð á mörgum sviðum voru frumstæð".

Jóhanna hefur lengsta þingreynslu allra þingmanna, en hún hefur setið á þingi frá 1978, eða í 32 ár og þar af var hún ráðherra í tæp tíu ár samtals, áður en hún tók við forsætisráðherraembættinu.  Enginn þingmaður ætti því að þekkja starfshætti þingsins, ráðuneytanna og stjórnkerfisins og Jóhanna sjálf og því hljóma yfirlýsingar hennar um hvað allt sé frumstætt í kerfinu vægast sagt hjákátlega.

Einnig lét Jóhann frá sér fara eftirfarandi gullkorn:  „Það er í raun merkilegt hve lítil umræða hefur farið fram um umgjörð og vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og ríkisráðs hér á landi, og innan stjórnarráðsins almennt. Og hve lítið við höfum litið til þróunar í nágrannlöndum okkar í því efni."  Vegna sinnar löngu þingk- og ráðherrareynslu ber varla nokkur þeirra sem enn sitja á Alþingi meiri ábyrgð á þróun vinnubragða innan þings og ráðuneyta og Jóhanna sjálf, því auðvitað hafa allar verklagsreglur í kerfinu þróast með því fólki, sem setið hefur á þingi og í ráðherrastólum á undanförnum áratugum.  Jóhanna Sigurðardóttir er mikill gerandi í þeirri þróun allri.

Að hún skuli svo koma í ræðustól á Alþingi og láta eins og þetta sé allt nýtt fyrir sér og komi algerlega á óvart, er því ekkert annað en frumstæð aðferð við að frýja sjálfa sig og reyna að koma ábyrgð yfir á einhverja aðra.

Sú hugsun, að halda að almenningur sjái ekki í gegnum yfirklórið, er jafnvel ennþá frumstæðari.


mbl.is Frumstæð vinnubrögð komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. og Castro

Fidel Castro gaf nýlega út þá yfirlýsingu að "Kúbanska módelið" gengi ekki upp lengur og nú hefur bróðir hans Raoul boðað uppsagnir einnar milljónar ríkisstarfsmanna og skal þeim beint í störf í einkageiranum, eða þeir hvattir til að stofna ný smáfyrirtæki, en reglur um einkarekstur munu verða rýmkaðar í tilefni þessara aðgerða.

Frá árinu 1968, þegar nánast allur einkarekstur á Kúbu var ríkisvæddur, hafa 85-90% vinnandi fólks á eynni unnið hjá ríkinu, en ríkisstarfsmenn munu nú vera rúmlega fimm milljónir talsins.  Eftir rúmlega fjörutíu ára ríkisrekstur á öllum sviðum, telja Castrobræður nú fullreynt og hyggjast snúa af þeirri braut kommúnisma og ríkisrekstrar, sem þeir hafa manna lengst í heiminum reynt að iðka.

Á sama tíma og þessi merku tíðindi eru að gerast á Kúbu, stefnir Steingrímur J., skoðanabróðir þeirra Castrobræðra, að því að ríkisvæða nánast allan rekstur á Íslandi og eyða sem mestu af þeim einkafyrirtækjum, sem starfað hafa í landinu.  Þau fyrirtæki, sem ekki verða hreinlega yfirtekin af ríkinu, eða ríkisbönkunum, munu kerfisbundið verða sett á hausinn með öllum tiltækum ráðum og komið í veg fyrir alla nýja atvinnuuppbyggingu á vegum einkafyrirtækja.

Óhætt er að segja að ólíkt hafast þeir að um þessar mundir, gömlu samherjarnir Steingrímur J. og Castro.


mbl.is Breytingar á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband