31.8.2010 | 12:52
Er Arion banki að taka þátt í peningaþvætti?
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, staðfestir að Bónusgengið verði að greiða með peningum fyrir þær verslanir sem það kaupir nú út úr Högum, eða eins og hann orðar það í samtali við Moggann: "Ef hann greiðir ekki með peningum þá fær hann ekki hlutabréfin. Þetta eru engin lán frá bankanum. Hann kemur með peningana einhverstaðar annars staðar frá, ég veit ekki hvaðan."
Er Höskuldur að reyna að telja fólki trú um að hann selji eignir frá bankanum á 1.237,5 milljónir króna án þess að vita hvort kaupandinn sé borgunarmaður fyrir upphæðinni, hvað þá að kannað sé hvort og hvernig eigi að fjármagna kaupin. Nú hefur komið fram í fréttum að Bónusgengisforinginn hafi á síðasta ári talið fram til skatts rúmar þrjúhundruð milljónir króna í hreina eign, þannig að augljóst er, að hann getur ekki átt fyrir kaupverðinu, nema þá í leynisjóðum í bankaleyniríkjum.
Hinn möguleikinn er sá, að aðrir bankar láni honum fyrir kaupverðinu og væri þá fróðlegt að vita hvaða banki treystir Bónusgenginu fyrir svo mikið sem einni krónu, eftir að það hefur skilið eftir rjúkandi rúst fyrirtækja með yfir eittþúsund milljarða króna skuldir, sem gengið ætlast til að lánadrottnar og íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir sig.
Arion banki virðist einnig ætla að afskrifa 50 milljarða króna af 1988, eignarhaldsfélagi Haga, sem var að fullu í eigu Bónusgengisins, að því er virðist til þess að gengið geti keypt Haga aftur, þegar bankinn setur félagið í sölu.
Það gæti skotist upp í hugann að Arion banki sé að taka þátt í einhverskonar peningaþvætti með þessu braski í samvinnu við Bónusgengið. Að minnsta kosti er þetta einhver mesti sóðaskapur, sem átt hefur sér stað í íslensku viðskiptalífi frá upphafi og er þó af nógu að taka, jafnvel þó ekki væri miðað við fleiri gengi en Bónusgengið eitt og sér.
![]() |
Þarf að greiða með peningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.8.2010 | 08:34
Jón Gnarr: Pirraður og hlægilegur
Jón Gnarr, borgarstjórinn hlægilegi, kvartaði sáran undan Sjálfstæðisflokknum nýlega í dagbók sinni, sem hann heldur úti á Facebook, vegna þess að sá flokkur væri erfiður í taumi og samþykkti ekki þegjandi og hljóðalaust hverja þá vitleysu sem þeim hlægilega dytti í hug í það og það skiptið.
Aðspurður um þessi ummæli sín á Sportrásinni í gær reyndi hann á klaufalegan hátt að draga úr þessum ummælum sínum og vildi meina að eigin pirringur vegna nikótínleysis hefði ráðið miklu um þessa fáráðlegu dagbókarfærslu sína, en hann sagði um þetta aðspurður: "Þetta er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna heldur mér, enn og aftur - að mestu leyti."
Miðað við þetta upphaf á samtalinu, hefði mátt ætla að Jón Gnarr væri farinn að sjá það sjálfur, að hann ráði ekkert við starf sitt og allra síst eftir að hann hætti að tyggja nikótín, en fljótlega fór hann í sama farið aftur og bætti við: "Auðvitað er þetta líka svoldið Sjálfstæðisflokknum að kenna vegna þess að þetta er þannig flokkur, að þar er fullt af fólki, sem gefur sig út fyrir að vera einhverjir talsmenn Sjálfstæðisflokksins og segir ljótt um mig. Á ég að vera reiður út í þetta fólk eða á ég að vera reiður út í flokkinn eða á ég að líta svo á að öllum þessum flokki fólks sé bara verulega í nöp við mig? Og þegar maður er ekki í tilfinningalegu jafnvægi og það er búið að taka af manni nikótíntyggjóið, þá..."
Hafi Jón Gnarr haldið að hann yrði eini stjórnmálamaður landsins, sem ekki yrði gagnrýndur fyrir gerðir sínar og/eða getuleysi í starfi, þá er það mikill og jafnvel pirrandi misskilningur. Á meðan ekkert gerist af viti í borgarstjórn Reykjavíkur, verður meirihlutinn og borgarstjórinn að hlíta umræðum og gagnrýni borgarbúa.
Skrifara þessara lína þykir ákaflega vænt um leikarann Jón Gnarr, en þykir hann getulaus og afar ófyndinn borgarstjóri, en bara hlægilegur sem slíkur.
![]() |
Pirringur vegna nikóktínfíknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)