Árni Páll gerir það ekki endasleppt

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur, svo ótrúlegt sem það er, skipað stjórn Íbúðalánasjóðs að setja á fót sérstaka valnefnd til að meta hæfi umsækjenda um framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar.  Enn ótrúlegra er, að stjórnin skuli taka við slíkum skipunum frá ráðherranum, en eitt af verkefnum stjórnarinnar er einmitt að ráða framkvæmdastjóra og lýsir það algerum aulaskap, að hafa verið að velkjast með málið mánuðum saman án þess að komast að nokkurri niðurstöðu.

Stjórnin hafði fengið ráðningarstofuna Capasent til að meta umsækjendur um stöðuna og var niðustaða stofunnar sú, að Ásta H. Bragadóttir væri umsækjenda hæfust í starfið, enda gengt stöðu framkvæmdastjóra unanfarna mánuði og verið aðstoðarframkvæmdastjóri til margra ára.  Vegna pólitískra afskipta Árna Páls af ráðningarferlinu hefur stjórnin ekki haft í sér manndóm til að ganga frá málinu og lýsir nú algerri uppgjöf með ákvörðun sinni um nýja valnefnd til að endurskoða álit Capasent og finna leið til að ráða þann, sem Árna Páli er þóknanlegur.

Þessum auma ráðherra, sem jafnframt er jafnréttisráðherra, virðist vera algerlega þvert um geð að ráða konur til stjórnunarstarfa, eins og hann hefur áður sýnt, t.d. við ráðningu umboðsmanns skuldara.

Svona afgreiðsla stjórnar ÍLS sýnir svart á hvítu að hún er ekki starfi sínu vaxin og ekki þarf að fara mörgum orðum um Árna Pál.  Hann hefur dæmt sjálfan sig út úr íslenskri pólitík til allrar framtíðar.

Enginn mun taka hann alvarlega framar og stjórnarmenn ÍLS haf jafnframt orðið sjálfum sér til ævarandi skammar.


mbl.is Ásta dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innlimunarferlið í ESB er hafið

Ráðherrar Samfylkingarinnar og nytsamir sakleysingjar, sem fylgja þeim að málum, hafa farið mikinn undanfarna daga og haldið því fram að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fari með tóma vitleysu, þegar hann heldur því fram að innlimunarferlið í væntanlegt stórríki ESB sé komið í fullan gang.  Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa gengið lengst í ósannindavaðlinum um hvað sé á seyði og segja að víst sé bara verið að gæjast í "pakkann" til að sjá "hvað upp úr honum muni koma".

Til að afhjúpa hvað er í gangi, er nóg að kynna sér hvað ESB segir sjálft um þetta ferli á vefsíðu sinni og má t.d. sjá það Hérna

Meðal annars segir um inngöngu nýrra ríkja á síðunni:  "In 1995 the Madrid European Council further clarified that a candidate country must also be able to put the EU rules and procedures into effect. Accession also requires the candidate country to have created the conditions for its integration by adapting its administrative structures. While it is important for EU legislation to be transposed into national legislation, it is even more important for the legislation to be implemented and enforced effectively through the appropriate administrative and judicial structures. This is a prerequisite of the mutual trust needed for EU membership."

Egill Jóhannsson rakti þetta ferli einnig lið fyrir lið á sínu bloggi, en það má lesa HÉRNA en þar flettir hann svo vel ofan af blekkingarleik Samfylkingarinnar, að varla verður betur gert og þarf enginn að velkjast í vafa um hvað er að gerast í samskiptum Íslands og ESB um þessar mundir.

Þingmenn og almennir flokksmenn VG eru að vakna upp við vondan draum og sjá þá að Samfylkingin hefur verið að draga þá og þjóðina á asnaeyrunum frá því ríkisstjórnin var mynduð, með þvaðrinu um að allt snerist þetta mál um "að skoða hvað væri í pakkanum".

VG getur hins vegar ekki vikist undan því, að þeir eru samábyrgir fyrir þessum blekkingum og geta ekki með nokkru móti skotið sér undan því, nema með því að sjá til þess að skollaleiknum verði hætt umsvifalaust.

 

 


mbl.is Funda um stöðu ESB-umsóknarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víti til varnaðar

Nafn Ásdísar Ránar, fyrirsætu og viðskiptasnillings, hefur verið misnotað undanfarið af einhverjum svindlara til þess að lokka ungar stúlkur til að senda sér nektarmyndir og fá þær til að sýna sig fáklæddar á vefmyndavélum og spila klámfengna leiki.

Á heimasíðu Ásdísar Ránar segir m.a:  "Hann notar nafnið mitt, myndir og allar réttar upplýsingar og basically veit allt um mig, svo það er erfitt að þekkja að þetta sé ekki ég. Samkvæmt heimildum mínum er hann búinn að plata margar stúlkur síðustu mánuði til að senda sér nektarmyndir, láta þær sýna sér í gegnum webcam brjóstin og aðra líkamsparta og spila allskonar dirty leiki. Hann er að lofa þeim myndatökum fyrir Playboy og önnur karlablöð og þykist þurfa að sjá hvernig þær líta út áður. Ef þær fatta að þetta er ekki ég að lokum, þá hótar þeim að gera myndirnar opinberar, senda manninum þeirra eða eitthvað álíka."

Þetta leiðir hugann að því, hvað auðvelt virðist vera orðið að fá unglingsstúlkur til að opinbera sig naktar í tölvusamskiptum, að því er virðist við hina og þessa, sem þær vita lítil sem engin deili á, í von um frægð og frama í tískuheiminum eða til að fá birtar af sér myndir í "karlablöðum".  Eins virðast alls kyns perrar eiga tiltölulega auðvelt með að komast í kynni við ungar stelpur á netinu og tekst stundum í framhaldinu að vinna þeim alls kyns tjón, andlegt og líkamlegt.

Þetta er skuggaleg þróun, sem berjast verður gegn með öllum tiltækum ráðum og er þá átt við fræðslu og umræður um þessi mál, en ekki boð og bönn við tölvu- og netnotkun.


mbl.is Nafn Ásdísar Ránar misnotað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband