Sækja perrar í prestsstörfin?

Guðrún Ebba Ólafsdóttir skýrði kirkjuþingi frá því að faðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega sem barn og ásakanir komu fram á hendur honum um kynferðislegt áreiti á meðan hann gegndi prestsstörfum, en ekkert var gert í þeim málum á meðan hann var biskup og kirkjuþing virðist ekki hafa haft nema takmarkaðan áhuga á að hlýða á frásögn Guðrúnar Ebbu og hvað þá að það hafi ályktað nokkuð um málið, eða virðist ætla að gera lítið annað með upplýsingarnar, en að þegja um þær.

Meira að segja Karl Sigurbjörnsson, biskup, gefur allt að því í skyn að Guðrún Ebba segi ekki satt um förður sinn, eins og líklegt sé að fólk ljúgi slíku upp á látið foreldri sitt, en aðspurður um málið, segir hann:  "Ólafur biskup stendur frammi fyrir þeim dómstóli sem um síðir mun dæma okkur öll, hvert og eitt. En fyrir mannlegum augum er hver saklaus uns sekt er sönnuð og þessi sekt verður aldrei sönnuð."  Þetta eru ekki merkileg huggunarorð frá biskupi Íslands til Guðrúnar Ebbu, sem sýndi mikinn kjark og andlegan styrk með því að skýra frá þessum hroðalega kafla í lífi sínu fyrir æðstu stofnun kirkjunnar.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að dæmi séu um að ásakanir um kynferðisbrot kirkjunnar manna séu þögguð niður, því þau þykji óþægileg og því sé lítið gert úr þeim.  Það eru í sjálfu sér stórmerkileg og alvarleg tíðindi, að slík mál skuli yfirleitt koma upp í þessari stétt manna og hvað þá ef þau eru hreint ekki óalgeng.  Prestastéttin í landinu telur ekki meira en um 150 manns og þar af er nokkur fjöldi kvenna, svo ef ásakanir um kynferðisbrot koma ósjaldan upp innan þessa fámenna hóps, þá er meira en lítið að innan kirkjunnar.

Sé þetta rétt, virðist ekki vera vanþörf á að rannsaka hvort perrar sæki í prestsstörfin.

 


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband