Helgin í rólegri kantinum og fáar nauðganir

Nú um Verslunarmannahelgina, þegar allir eiga frí og skemmta sér, nema verslunarmenn, hefur allt gegnið eins og vera bera um þessa miklu hátíðahelgi.  Mikið hefur verið um fyllerí, dópneyslu- og sölu, ölvunarakstur og skemmdir á bílum, tugir líkamsárásarmála, fáeinar nauðganir og helgarendir með roki og rigningu.

Mótshaldarar og lögreglan eru yfir sig ánægð með framgang mála um helgina og þakka mótsgestum sérstaklega og innilega fyrir að ekkert alvarlegt skyldi koma uppá, en framangreind atriði þykja hreinir smámunir, enda enginn drepinn og nauðganirnar og líkamárásirnar varla til að hafa orð á.  Þetta þykir Verslunarmannahelgi í rólegri kantinum og allir eru glaðir og ánægðir, enda eru venjulegar helgar, t.d. í miðborg Reykjavíkur stundum skrautlegri að þessu leyti en stórar útihátíðir, þar sem flestir eru samankomnir til að skemmta sér og sínum á eðlilegan og friðsaman hátt.

Í dag er hinn eiginlegi frídagur verslunarmanna og er þeim óskað til hamingju með daginn, þrátt fyrir að margir þeirra hafi ekkert frí átt um helgina og séu einnig að vinna í dag í þjónustustörfum fyrir hina, sem geta nýtt sér fríið til upplyftingar og skemmtunar.

Komi ekkert sérstakt uppá í dag, verður þessarrar Verslunarmannahelgar minnst fyrir óvenjulega rólegt fyllerí og fáar nauðganir.


mbl.is Tjöld fjúka í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband