1.8.2010 | 19:22
Tekst VG að eyðileggja alla atvinnuuppbyggingu í landinu?
Svo virðist komið að VG sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir alla frekari atvinnuuppbyggingu í landinu og eyðileggja þær vonir, sem þó voru fyrir hendi um erlenda fjárfestingu í landinu.
Þegar íslenskir útrásarglæpamenn voru búnir að eyðileggja og koma öllum helstu fyrirtækjum landsins á hausinn var eina vonin um að endurreisa efnahag landsins sú, að laða að erlenda fjárfesta, sem tilbúnir væru til að hætta fé sínu til atvinnuuppbyggingar hér á landi, svo sem í orkugeiranum, orkufrekum iðnaði, gagnaverum og heilsutengdri starfsemi. Eins og við var að búast hefur VG reynt að flækjast fyrir allri samvinnu við útlendinga um atvinnumál, en hvorki flokkurinn eða ríkisstjórnin í heild, hefur þó getað bent á nokkurn skapaðan hlut annan til eflingar atvinnu eða uppbyggingar efnahagslífsins, enda mun kreppan verða mun lengri og dýpri, en annars hefði þurft að verða.
Fyrsta erlenda fjárfestingin eftir hrun, voru kaup Magma Energy á HS orku og yfirtaka félagsins á réttinum til að nýta jarðvarma til raforkuframleiðslu, án þess þó að eignast auðlindina sjálfa, því eingöngu er um leigu á nýtingarrétti að ræða. Fjárfesting í frekari orkuöflun er alger grundvallarforsenda fyrir frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og gagnavera, en með upphlaupi sínu virðist VG vera að takast að eyðileggja þessa fjárfestinu og þar með áður væntanlega iðnaðaruppbyggingu.
Það sem merkilegast er þó, er það, að takast skuli að æsa upp ótrúlega stóran hóp fólks til að taka þátt í þessu upphlaupi VG, en raunar hefur það sést margoft áður, hve auðvelt er að snúa skoðunum fólks og beina hjarðhegðuninni í þá átt, sem hentar áróðrinum hverju sinni.
Öll vitleysan í kringum þetta mál segir meira um okkur Íslendinga en Magma Energy og fyrirætlanir þess um fjárfestingar í landinu.
![]() |
Beaty: Vilja ekki hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)