Höfðað til þjóðhollustu skuldara "gengislánanna"

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið haf gefið út "leiðbeinandi" reglur til fjármálafyrirtækjanna um endurreikning á "gengistryggðu" lánunum og skuli þau þeirra sem falla undir dóm Hæstaréttar verða endurreiknuð eins og óverðtryggð lán, með lægstu vöxtum Seðlabankans, sem um slík lán gilda, nú 8,25%.

Enginn þarf að láta sér dyljast, að þessi niðurstaða er samkvæmt fyrirskipunum AGS, en sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarnar vikur, til að yfirfara efnahagsáætlun sína og gefa út nýjar tilskipanir vegna fjárlaga fyrir næsta ár og fleira sem að fjármálum þjóðarinnar snýr, þar með talin viðbrögð við dómi Hæstaréttar vegna gengistryggingar lána með höfuðstól í íslenskum krónum.

Ríkisstjórnin hefur hins vegar hvorki döngun, trúverðugleika né traust til að gefa út "tilmæli" um eitt eða neitt og því eru Seðlabankinn og FME notuð til þess, enda látið líta út fyrir að fjármálafyrirtækin geti illa gengið gegn "tilmælum" þessara stofnana, sem eiga að annast eftirlit með fjármálalifinu.

Til þess að milda þessi "tilmæli" er höfðað til ábyrgðarkenndar skuldara og þeir minntir á, að samstaða allra þjóðfélagsþegna til þess að vinna bug á kreppunni og verði ekki farið að "tilmælunum" muni allt fara í kaldakol á ný.

Þetta sést t.d. á þessari setningu úr yfirlýsingunni:  "Framkvæmd samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu gerir því hvort tveggja, tryggir lántakendum hagstæðari niðurstöðu en samkvæmt upphaflegum lánasamningum, og ver um leið almannahagsmuni og þar með t.d. hagsmuni allra skuldara og skattgreiðenda, sem myndu þurfa að bera kostnaðinn ef farið yrði eftir ýtrustu kröfum sumra kröfuhópa. Aðalatriðið er þó það, að þetta er sú nálgun sem lögin kveða á um að mati eftirlitsstofnananna og hún er nauðsynleg til þess að varðveita fjármálastöðugleika."

Nú á bara eftir að reyna á hvort skuldarar "gengistryggðra" lána séu þjóðhollt fólk, eða setji hér allt á annan endann í fjármálakerfinu, að mati Seðlabankans og FME.


mbl.is Í þágu almannahagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarðaköttur "bankaræningjanna"

Fjallað er um "viðskiptaveldi" Jóns Ásgeirs í Bónus, Pálma Haraldssonar í Iceland Express og félaga þeirra, í helgarblaði norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv og farið ófögrum orðum um þá félaga, viðskiptahætti þeirra og það ljúfa líf, sem þeir stunduðu á annarra manna kostnað.

Sérstaklega er fjallað um sölu Sterling flugfélagsins fram og aftur milli þeirra Jóns Ásgeirs og Pálma, en gríðarlegur "hagnaður" myndaðist í þeim viðskiptum og eigið fé þeirra félaga óx og óx við hverja sölu, enda hækkaði flugfélagið um marga milljarða á nokkurra mánaða fresti, þangað til varð gjaldþrota, en það hafði það nú raunar verið allan tímann, sem braskið með það átti sér stað.

Dagens Næringsliv vitnar í ummæli breskra kaupsýslumanna um þessa viðskiptahætti og er það einhver besta lýsing, sem sést hefur, á "íslensku leiðinni" í viðskiptum, sem fundin var upp af Jóni Ásgeiri og ástunduð allt fram að hruni, þó allt væri í raun komið í óefni með "viðskiptaleiðina" a.m.k. tveim árum fyrr, þó svikamyllunni væri haldið gangandi fram í rauðan dauðann.

Breska lýsingin á þessum viðskiptaháttum er svona:  „Þú átt hund og ég á kött. Við verðleggjum dýrin á milljarð dollara hvort um sig. Ég kaupi hundinn af þér og þú köttinn af mér og nú erum við ekki lengur gæludýraeigendur. Nú erum við fjármálamenn með milljarð dala í eigið fé.“

Í raun er ekki hægt að orða þetta betur og engu við þetta að bæta öðru en því, að Jón Ásgeir og Pálmi seldu hundinn og köttinn margoft á milli sín og bjuggu þannig til ennþá meira "eigið fé".

Íslenska gæludýraleiðin var með stærri svikamyllum sem sögur fara af í viðskiptalífi veraldarinnar og nú er verið að gera það dæmi upp hjá Sérstökum saksóknara.


mbl.is „Bankaræningjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband