29.6.2010 | 20:49
Eru yfirvöld ólæs á lagatexta?
Eins og öllum er kunnugt dæmdi Hæstiréttur þann 16. júní s.l. að gengistrygging lána væri ólögleg, en slíkt hafði tíðkast í níu ár, eftir lagabreytingu sem bannaði slíkt. Ekki einn einasti lögmaður í landinu, ekki Lagadeild Háskólans, ekki lögmenn bankanna, ekki sýslumenn og yfirleitt bara enginn, las lögin á þessum níu árum, a.m.k. ekki til skilnings.
Viðskiptaráðherrann sem hafði forgöngu um lagasetninguna, sagðist að vísu hafa vitað allan tímann að þetta væri ólöglegt og allir í ráðuneytinu hefðu vitað það einnig, en hvorki ráðherranum né ráðuneytisfólki datt í hug að segja frá þeirri vitneskju sinni, fyrr en eftir Hæstaréttardóminn.
Nýlega óskaði Tollstjórinn í Reykjavík eftir kyrrsetnigu á eignum nokkurra útrásargarka og sýslumaður veitti hana umsvifalaust. Garkarnir stefndu málinu umsvifalaust fyrir Héraðsdóm og dómarinn þar þurfti ekki nema fletta upp í lögunum til að sjá, að engar heimildir voru í nýsettum lögum um kyrrsetningarheimildir vegna virðisaukaskatts.
Alþingi hafði, að því er virðist, gleymt að gera ráð fyrir öðrum opinberum gjöldum en tekjusköttum, þegar lögin voru sett. Tollstjóri og Ríkisskattstjóri fögnuðu lagasetningunni ákaflega á sínum tíma, greinilega án þess að hafa látið svo lítið að glugga í frumvarpið fyrir samþykkt þess.
Allur þessi skrípaleikur er Alþingi, Ráðherrum, sýslumönnum og öðrum stjórnvöldum til svo mikillar skammar, að réttast væri að setja allt heila liðið á námskeið í lestri og skilningi á lagatæknilegum atriðum.
Ekki síður þyrfti að orða lög þannig að þau skiljist og eins þyrfti Hæstiréttur að ganga þannig frá dómum sínum, að ekki þurfi að deila um það í marga mánuði, hvað úrskurðirnir þýða.
![]() |
Kyrrsetning felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.6.2010 | 11:01
Er íslensk hagfræði skárri en lögfræðin?
Jón Steinsson, lektor í hagfræði vð Columbia hásólann í New York, efast mikið um íslenska lögfræði, vegna þeirrar skoðunar flestra lögfræðinga, að önnur ákvæði "gengislánanna" en gengistryggingin, standi óhögguð í þeim lánasamningum, sem Hæstiréttur úrskurðaði um fyrir stuttu. Að flestu leyti má taka undir þessa skoðun Jóns, þar sem vaxtaforsendur samninganna voru háðar gengistryggingunni og hefðu auðvitað aldrei komið til, hefði átt að vera um óverðtryggt lán að ræða.
Enginn löglærður maður, né nokkur annar benti á að þessi tegund lána væri ólögleg í heil níu ár, þangað til Hæstiréttur kvað upp sinn dóm, en eftir að dómurinn var kveðinn upp, hafa ýmsir komið fram í dagsljósið og segjast hafa vitað um það allan tímann, en þögðu bara um það. Einhvern tíma hefði slíkt verið kallað yfirhylming og samsekt um lögbrot. Fyrir nokkrum dögum var fjallað um þetta á þessu bloggi og má sjá það hérna
Hitt er svo annað mál, að Jón Steinsson er einn þeirra hagfræðinga, sem hafa farið mikinn í dómum sínum um hvað betur hefði mátt fara hér á landi, árin fyrir hrun, en aldrei hafði hann hugmyndaflug, þrátt fyrir hagfræðimenntunina, til að benda á það sem betur mátti fara, fyrr en eftir hrun. Sama má segja um nánast alla íslenska hagfræðinga, þeir virtust vera algerlega sammála því fyrir hrun, að íslenska hagkerfið væri í fínum málum og útrásargarkar og bankamógúlar væru á góðri leið með að gera Ísland að fjálmálalegu stórveldi á heimsvísu.
Eftir hrun, hefur allt háskólasamfélagið, hvort sem eru hagfræðingar eða aðrir, haldið lærðar ráðstefnur og flutt marga og langa pistla og ræður um ástæður hrunsins, sem allir sáu fyrir, en sögðu bara ekki neitt, vegna þess að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg í því andrúmslofti, sem ríkti í þjóðfélaginu, eins og það hefur stundum verið orðað.
Líklega er rétt hjá Jóni Steinssyni, að lögfræðingar þyrftu að skoða sín fræði betur en þeir hafa gert hingað til.
Það á ekki síður við um hagfræðingana.
![]() |
Efast um íslenska lögfræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)