13.6.2010 | 22:52
Kostnaðarsamt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Á síðasta ári voru greiddir um 20 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur og fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa atvinnuleysisbætur numið 12 milljörðum króna. Á öllu þessu ári stefnir því í að bæturnar verði um 25 - 26 milljarðar og ekkert útlit að þær verði minni á árunum 2011 og 2012 a.m.k.
Með þessu áframhaldi er útlit fyrir að atvinnuleysisbætur muni verða hátt í 100 milljarðar króna, áður en atvinnuleysið fer að minnka að ráði, samkvæmt spám, á árinu 2015. Það alvarlega við þetta er, að ríkisstjórnin gerir minna en ekkert til að reyna að koma atvinnulífinu í gang aftur, heldur berst hún þvert á móti gegn öllum þeim atvinnutækifærum, sem hugsanlegt væri að koma í gang og myndu skapa fjölda starfa fljótt, t.d. orku- og stjóriðjuframkvæmdir.
Ríkisstjórnin er nánast óstarhæf vegna sundrungar, bæði innan flokkanna sem mynda stjórnina og ekki síður á milli þeirra og hennar helsta stórvirki á yfirstandandi þingi, er að hafa komið lögum í gegnum þingið, sem bannaði Geira á Goldfinger að sýna bera stelpurassa á búllunni sinni.
Framundan er erfið fjárlagagerð og ekkert sem bendir til þess að stjórnarflokkarnir geti komið sér saman um þær niðurskurðaraðgerðir, sem nauðsynlegt er að gripið verði til. Miklu líklegra er að þeir geti komið sér saman um að bæta í skattahækkanabrjálæðið, en varla munu skattgreiðendur láta bjóða sér meira af slíku, mótmælalaust.
Besta sparnaðarráðið væri að ríkisstjórnin segði af sér og hleypti þeim að stjórnartaumunum, sem hafa vilja og getu til að stjórna landinu.
![]() |
12 milljarðar í atvinnuleysisbætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2010 | 20:04
Höfuðvígi ESB að klofna?
Nýja flæmska fylkingin, virðist vera orðinn stærsti flokkurinn á Belgiska þinginu, eftir kosningarnar í dag, en flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að kljúfa Belgíu í tvö ríki, flæmskumælandi ríki og frönskumælandi. Lengi hefur verið óeining á milli málsvæðanna í Belgíu og aldrei hafa verið meiri líkur á klofningi landsins, en einmitt nú.
Höfuðstöðvar ESB eru í Belgíu og venjulega er því haldið fram af ESBsinnum, að samkenndin og einingin sé svo mikil innan og milli aðildarríkjanna að brýn nauðsyn sé fyrir Íslendinga að koma sér inn í þetta bræðralag einingar og sátta.
Í fréttinni segir m.a: "Raunveruleg hætta er talin á því að landið klofni. Finnst mörgum einkennilegt að land sem hýsir höfuðstöðvar Evrópusambandsins skuli vera við það að leysast upp. Belgar eiga að taka við formennsku í ESB í júlí."
Það er sannarlega athyglisvert að ríki, sem er við það að liðast í sundur, skuli vera að taka við forystuhlutverki í því að halda saman í einum hópi 27 ólíkum ríkjum Evrópu, allt frá Danmörku suður til Grikklans og frá Rúmeníu í austri til Írlands í vestri.
Sennilega fer á endanum fyrir "Evrópuhugsjóninni" eins og gamla draumnum, sem var orðaður svona: "Öreigar allra landa sameinist".
![]() |
Flokkur aðskilnaðarsinna sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.6.2010 | 14:09
Jónína Ben. alltaf umdeild
Það hefur lengi gustað um Jónínu Ben. og var hún t.d. úthrópuð af Baugsveldinu og velunnurum þess á tímum Baugsmálsins svokallaða, en síðar meir fékk hún algera uppreist æru vegna þess máls og var þá tekin í sátt af almenningi, að mestu leiti og til hennar hefur ríkt jákvætt viðhort síðan.
Hún er þó sífellt fréttaefni og hjónaband hennar og Gunnars í Krossinum vakti mikið umtal, þó það hafi meira verið á gamansömum nótum, en rætnum. Á síðustu árum hefur Jónína staðið fyrir Detox meðferðum, fyrst í Póllandi en nú hér á Íslandi, sem notið hafa mikilla vinsælda og þeir sem reynt hafa, hafa gefið góða umsögn og talið sig líða mun betur á eftir, bæði líkamlega og andlega.
Ekki veit ég nákvæmlega hvernig þessi Detoxmeðferð er í smáatriðum, en að því er manni skilst er ristilhreinsun í boði fyrir þá, sem það vilja, án þess að það sé nokkur skylda í meðferðarprógrammi Jónínu. Því er það alvarlegur hlutur, þegar læknar, sem telja sig missa spón úr aski sínum, ráðast að Jónínu og meðferð hennar með ofstopa, dylgjum og ósannindum, til þess að reyna að koma inn vantrú hjá fólki á þessu heilsuátaki hennar.
Svanur Sigurgeirsson, læknir, hefur verið í fararbroddi árásarlæknanna og segir hann að dæmi séu um amöbudsýkingar í görnum eftir ristilskolanir þar sem notast hefur verið við óhreinan tækjabúnað. Ekki heldur hann því þó fram að hjá Jónínu sé notast við óhreinan tækjabúnað, né hafa læknar bent á eitt einasta dæmi um að fólk hafi veikst í meðferðinni, eða orðið meint af á nokkurn hátt.
Svona atvinnurógur gegn meðferð, sem ætlað er að auka vellíðan fólks, andlega og líkamlega, er algerlega óþolandi, enda ekki annað að sjá, en læknar séu að verja sína eigin hagsmuni með þessum árásum á Jónínu Ben.
Jónínu er óskað góðs gengis í baráttunni við "læknamafíuna".
![]() |
Ristilskolun og sníkjudýr í görnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)