Samfylkingin finni sinn vitjunartíma

Samfylkingin er komin á leiðarenda sem stjórnmálaflokkur.  Enginn man nöfnin á þingmönnum flokksins, nema þegar einhver þeirra rekur hníf í bak félaga sinna eða forystu, sem er þó aðeins bráðabirgðaforysta, þar sem enginn raunverulegur leiðtogi finnst innan flokksins.

Rétt þegar allir voru búnir að gleyma síðustu uppákomu þingmannsins Sigmundar Ernis, ryðst hann fram í tveim sjónvarpsþáttum sama kvöldið, til að lýsa vantrausti á formanni flokksins, sem hann segir að hafi eingöngu verið kjörin í embættið vegna þess að enginn annar innan flokksins taldist hæfur til forystustarfa.

Flokkurinn býr enn við sama mannvalsleysið og reyndar fer kjósendum og stuðningsmönnum hans sífækkandi og fyrirséð, að flokkurinn fengi ekki marga þingmenn í næstu Alþingiskosningum, ef þá nokkurn.  Þetta vita þingmennirnir og því hefur mikil örvænting gripið um sig meðal þeirra og hnífasettin þegar komin í brýnslu og verður óspart beitt á næstu vikum og mánuðum.

Alger upplausn er orðin í báðum ríkisstjórnarflokkunum og samstarfið á milli þeirra í algerum molum og ekki samstaða um nokkurt einasta mál, allra síst atvinnumál og sparnað í ríkiskerfinu.  Framsóknarflokkurinn logar einnig vegna ótrúlega lélegrar útkomu uppreisnarmanna í flokknum í borgarstjórnarkosningunum, undir forystu þingmanns flokksins, Guðmundar Steingrímssonar, sem er í raun flóttamaður úr Samfylkingunni og nú útlagi í nýja flokknum.

Staða stjórnmálaflokkanna núna er sú, að einungis Sjálfstæðisflokkurinn stendur sterkur og heilsteyptur, án deilna um forystuna og er reiðubúinn í kosningar hvernær sem aðrir flokkar þora í slíkan slag.

Það eina sem Samfylkingin þarf að finna núna, er að hennar vitjunartími er upp runninn og flokkurinn á sér ekkert líf lengur.

 


mbl.is Samfylking finni nýja forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörður ánægður með leikritið og svo kemur bíómyndin fljótlega

Mörður Árnason, sem illu heilli er orðinn þingmaður á ný, smjaðrar af mikilli list fyrir Jóni Gnarr og félögum í Leikhúsi fáránleikans og finnst lífsnauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að ganga til meirihlutasamstarfs við listamennina í Reykjavík enda sé málefnastaða Samfylkingarinnar svo léleg, að jafnvel stefnulausir Bestaflokksmenn geti bætt þar úr, t.d. í skipulagsmálum.

Merði finnst engu skipta hvort borgarfulltrúar Besta séu hæfir eða óhæfir, enda segir hann:   

„Spurningin er ekki um hæfnina heldur hvort þau koma sér saman og hvort þau standa saman þegar gefur á bátinn – en þá er að muna að mörg koma þau úr veröld tónlistarinnar og leiklistarinnar þar sem einstaklingsframtakið er lítils virði nema samleikurinn sé þéttur.“

Jón Gnarr missti út úr sér í viðtali í gær, að framboð flokks hans hefði verið leikrit, sett á svið eftir fyrirfram skrifuðu handriti, þar sem m.a. hefði verið búið að skrifa nákvæmlega inn, hvernig hann ætti að koma fram og hvað hann ætti að segja við hvert tækifæri.  Meðal annars átti hann að leika sig einfaldann og tiltölulega aulalegan náunga, sem öllum þætti vænt um.

Leikritið gekk algerlega upp og sló í gegn hjá áhorfendum.

Nú er bara að bíða eftir bíómyndinni.


mbl.is Mörður mærir Besta flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband