Framsókanrmenn skemmta skrattanum

Framsóknarflokkurinn virðist loga stafna á milli í illdeilum eftir algert hrun flokksins í Reykjavík og nærsveitum.  Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi byrjaði á því að senda formanni flokksins óþvegnar kveðjurnar og vildi kenna honum um lélega útkomu flokksins í borginni og ungliðahreyfing flokksins í kjördæmi Guðmundar lét hann hafa það jafn óþvegið til baka og ávíttu hann fyrir ómaklegar árásir á formanninn og bentu á góða útkomu víðast hvar á landsbyggðinni.

Fyrir prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík tóku andstæðingar formannsins innan flokksins sig saman um að fella sitjandi borgarfulltrúa og koma Einari Skúlasyni í fyrsta sæti framboðslistans í Reykjavík og tókst það með naumum meirihluta.  Eftir kosningarnar hefur Einar kennt öllum öðrum en sjálfum sér um ótrúlega lélega útkomu, þar á meðal hefur hann sagt að stuðningsmenn fyrrum borgarfulltrúa hafi ekki lagt sér neitt lið í kosningabaráttunni.

Núna sendir Einar formanningum tóninn á vefsíðu sinni, krefst miðstjórnarfundar og segir þar í lokin:  „Á slíkum miðstjórnarfundi þarf einnig að ræða hugmyndafræði flokksins, skipulag og vinnubrögð innan hans. Endurnýjun hefur vissulega átt sér stað í forystu flokksins en sú endurnýjun þarf að ganga lengra og ekki aðeins felast í nýjum einstaklingum heldur nýjum vinnubrögðum og nýjum hugsunarhætti. Eftir því er kallað." 

Ef fransóknarmenn vilja endurvinna traust, þó ekki væri nema sinna eigin félagsmanna, væri þá ekki ráð fyrir þá, að hætta svona flokkadráttum og að senda hver öðrum tóninn opinberlega?

Enginn teystir flokki sem logar í illdeilum.


mbl.is Segir trúnaðarmenn framsóknarmanna hafi kosið Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábending eða kæra á embættismenn?

Þingmannanefndin um rannsóknarskýrsluna, sem fjallar um hvort stefna skuli nokkrum ráðherrum fyrir Landsdóm, hefur sent ríkissaksóknara "ábendingu" um að nefndin hafi talið nokkra embættismenn hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi í tengslum við bankahrunið.

Þarna er um að ræða forstjórna bankaeftirlitsins og seðlabankastjórnana þrjá, þar á meðal Davíð Oddson, en ekki er alveg ljóst hvort þessi "ábending" sé ígildi ákæru, eða hvort það verði ákvörðun ríkissaksóknarans hvort þessir menn verði kærðir eða ekki.

Rannsóknarnefndinni bar, samkvæmt lögum, að senda allar grunsemdir sínar um lögbrot til rannsóknaraðila, annaðhvort ríkissaksóknara eða sérstaks saksóknara og það gerði hún vegna fjölda atriða, sem hún varð áskynja um í starfi sínu.  Að hún skuli ekki hafa sent "ábendingu" um þessa embættismenn hlýtur að benda til þess, að nefndin hafi ekki talið "vanrækslu" þessara embættismanna saknæma.

Fróðlegt verður að fylgjast með niðurstöðu ríkissaksóknara vegna málsins, enda nauðsynlegt að fá endanlega niðurstöðu í þessu efni, til að eyða öllum getgátum um saknæmi verka þeirra.


mbl.is Sendi saksóknara ábendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband