28.5.2010 | 20:35
Hanna Birna ber af eins og gull af eiri
Forystumenn flokkanna sátu fyrir svörum á Stöð2 í lok frétta þar og eru nú í Kastljósi sjónvarpsins og hefur Hanna Birna, borgarstjóri, borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína, sem í þáttunum hafa komið fram.
Hanna Birna hefur sýnt með óyggjandi hætti hvers vegna fólki er óhætt að treysta henni og D-listanum fyrir stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili, enda hefur stjórn borgarinnar gengið ótrúlega vel síðustu tvö ár, eftir að Hanna Birna tók við borgarstjórastólnum og hefur tekist að sameina bæði meiri- og minnihluta til góðra verka í þeirri erfiðu stöðu sem þjóðfélagið hefur verið í eftir hrun.
Jón Gnarr hefur komið út úr þessum þáttum nánast eins og kjáni, hvort sem hann er að gera sér það upp, eða hann er bara svona gjörsamlega laus við alla þekkingu á borgarmálum og algerlega hugmyndalaus um við hvaða málaflokka er unnið hjá borginni og hvernig það er gert.
Eftir þessa sjónvarpsþætti þarf enginn að velkjast í vafa um að farsælast er fyrir framtíð Reykjavíkur að kjósa D-listann á morgun.
![]() |
Horfast þarf í augu við ruglið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
28.5.2010 | 18:44
"Besti"brandarinn er orðinn leiðigjarn og fylgið dalar hratt
Með hverri skoðanakönnunni sem birtist kemur í ljós að fylgi "Besta"brandarans dalar stöðugt, enda brandarinn orðinn leiðigjarn og hreinlega leiðinlegur, enda ekkert leiðinlegra en langdreginn og síendurtekinn skrítla.
Því miður er samt útlit fyrir að ekki verði allir orðnir nógu leiðir á fíflaganginum, til þess að þessi nýjasti stjórnmálaflokkur landsins, sem byggður er upp í kringum rugl og fíflagang, fái ekki svona 4 borgarfulltrúa. Það eru alltof margir borgarfulltrúar, en þó ekki fleiri en svo, að þeir verði til teljandi skaða á næstu fjórum árum, því ábyrgðin á rekstri borgarinnar mun þá hvíla á 10-11 ábyrgum alvöruborgarfulltrúum, sem taka hlutverk sitt alvarlega.
Það er mikið gleðiefni að æ fleiri skuli sjá í gegn um vitleysuna og ætli ekki að vanhelga kosningarétt sinn á morgun.
![]() |
Besti flokkurinn með 6 fulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.5.2010 | 16:14
Margir ákveða sig í kjörklefanum
Samkvæmt rannsóknum ákveður 10-15% kjósenda, ef prósentan er nokkurn veginn rétt munuð, sig ekki endanlega við hvaða framboð þeir krossa, fyrr en eftir að komið er í kjörklefann. Þetta á við um allar kosningar, en núna segjast reyndar talsvert fleiri vera óákveðnir en venjan er, þegar svo stutt er til kosninga.
Fyir sveitarstjórnarkosningarnar núna hefur verið ótrúlegur áróður í gangi gegn stjórnmálamönnum almennt og þeir upp til hópa sagðir einskis nýt fífl, eiginhagsmunapotarar og hreinir glæpamenn. Í manna minnum hefur aðdragandi kosninga aldrei komist í hálfkvisti við það sem nú er að gerast, enda virðist nokkur hluti þjóðarinnar hafa gjörsamlega hafa tapað áttum eftir hrunið, þannig að auðvelt hefur fyrir óvandaða menn að stjórna hjarðhugsuninni, sem vanalega nærist á neikvæðum og ósönnum slefburði.
Ótrúlega margir virðast láta slíkan áróður villa sér sýn og fylgja hjörðinni í algerri blindni og án nokkurrar sjálfstæðrar hugsunar, eins og sést vel nú um stundir, þegar þriðjungur Reykvíkinga, eða meira, segjast ætla að kjósa nýjan stjórnmálaflokk til áhrifa í borginni, sem stofnaður er í algeru gríni og hæðist mest að kjósendum sjálfum, sem þó virðast ekki átta sig á því.
Kosningarnar á morgun munu leiða í ljós hvort Reykvíkingar vilji áfram styrka, vandaða og örugga stjórn á sínum málum, eða hvort þeim sé í mun að rífa allt niður, sem gert hefur verið og skapa nýja upplausn og stjórnleysi í borginni.
Þetta verða kosningar sem skera úr um getu og ábyrgð kjósenda til að velja sér forystu, sem treystandi er til að reka borgarsjóð á ábyrgan hátt, en ekki leikhús fáránleikans í anda Dario Fo.
![]() |
Margir enn óákveðnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 11:55
Stórfrétt úr heimspólitíkinni
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er í opinberri heimsókn í Suður-Kóreu og hefur þar gefið í skyn að Kína styðji Norður-Kóreu ekki lengur í deilum ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum. Hann hefur ekki afdráttarlaust viljað fordæma Norður-Kóreu fyrir að hafa sökkt herskipi sunnanmanna á umdeildu hafsvæði nýlega, en sagði hins vegar í við komunar til Suður-Kóreu: Kína fordæmir allar aðgerðir sem grafa undan friði og stöðugleika á Kóreuskaga."
Kínverjar eru ekki þekktir fyrir neitt flaustur í stjórn lands síns og alls ekki í samskiptum sínum við umheiminn og hafa ekki látið neinn segja sér til verka í þeim efnum, frekar en öðrum. Þeir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Norður-Kóreu og nánast þeir einu, undanfarna áratugi og studdu norðanmenn dyggilega í Kóreustríðinu, sem raunar stendur enn, þar sem Norður-Kórea hefur sagt upp öllum vopnahléssamningum sem gerðir hafa verið, en í raun hefur aldrei verið lýst yfir að stríðinu sjálfu hafi lokið nokkurntíma.
Séu þessi ummæli forsætisráðherra Kína, þó undir rós séu, til marks um að Kína ætli ekki lengur að bakka upp vini sína, fram að þessu, í Norður-Kóreu, þá er það stórfrétt og einhver merkilegustu tíðindi í heimspólitíkinni í marga áratugi.
Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála á Kóreuskaganum í framhaldi þessara tíðinda.
![]() |
Kína stendur með S-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2010 | 10:45
Danir komust áfram á ABBA, en Svíar ekki með nýtt lag
Allt frá því að ABBA sló í gegn í Eurovision hafa Svíar sent ný og ný afbrigði af ABBAlögum í keppnina og oftast komist ofarlega á lista með ABBAútgáfur sínar og stundum jafnvel unnið keppnina.
Í ár sendu þeir alveg nýtt og virkilega gott lag í keppnina, sem ekki bar á sér mikinn ABBAsvip. sem sungið var af virkilega góðri söngkonu, en þá bregður svo við að þeir komast ekki einu sinni upp úr undankeppninni. Sú niðurstaða kemur flestum á óvart, enda reiknuðu allir með að sænska lagið yrði jafnvel sigurstranglegt í lokakeppninni á Laugardaginn.
Hins vegar brá svo við, að Danir komust í lokakeppnina með sitt lag, sem dregur sterkan svip af sænskum ABBAstælingum og þar með verða það Danir, sem verja ABBAhefðina í Eurovision þetta árið.
ABBAformúlan hefur ekki brugðist að ráði hingað til í Eurovision og ekki að búast við öðru en Danir skori hátt með sína útgáfu þetta árið.
![]() |
Svíum brugðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2010 | 09:07
Óákveðnir munu ráða úrslitum
Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast tæp 40% aðspurðra vera óákveðin eða ætla að skila auðu í borgarstjórnarkosningunum á morgun.
Það er þessi hópur kjósenda, sem mun ráða úrslitum kosninganna, því á meðan svo stór hópur gefur sig ekki upp í skoðanakönnunum, er niðrustaðan alls ekki eins afgerandi og ætla mætti við fyrstu sýn.
Í skoðanakönnunum, í því upplausnarástandi sem ríkir í þjóðfélaginu, má fastlega gera ráð fyrir, að mjög margir refsi flokknum sínum með því að segjast ætla að kjósa grínframboð, en geri það svo alls ekki þegar í kjörklefann er komið. Því má gera ráð fyrir að grínframboðið sé ofmetið í þessum könnunum, en fylgi stjórnmálaflokkanna vanmetið.
Eina skoðanakönnunin, sem skiptir máli, er sú sem fram fer á kjörstöðunum á morgun. Ekki verður öðru trúað, en kjósendur láti ábyrgð og samvisku sína ráða atkvæði sínu, enda eru kosningar ekki gamanmál, því atvkæðisrétturinn er dýrmætur og vandmeðfarinn.
Fólk stundar ekki tilraunastarfsemi eða glens og grín á kosningadegi.
![]() |
Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)