Lilja Mósesdóttir styður tillögur Sjálfstæðismanna

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hefur nú sagt sig úr nefnd stjórnarþingmanna, sem hefur það hlutverk að móta tillögur um sparnað og niðurskurð í ríkisfjármálunum.  Þetta virðist hún gera af tveim ástæðum, þ.e. vegna andstöðu við fyrirhugaðan niðurskurð og ekki síður vegna þess að harðlínukomminn Björn Valur Gíslason, samþingmaður hennar í VG, tók sig til og boðaði miklar skattahækkanir, sem enginn hafði þó gefið honum umboð til.

Í stað niðurskurðar og sparnaðar í ríkisfjármálunum styður Lilja tillögu Sjálfstæðismanna um skattlagningu séreignarsparnaðar við inngreiðslu, í stað útgreiðslu, en slík aðgerð gæfi ríkissjóði og sveitarsjóðum um 120 milljarða króna í upphafi og síðan 8 - 10 milljarða árlega eftir það.

Ágreiningur vex stöðugt innan VG og verður sífellt ljósari, enda a. m.k. tvær eða þrjár fylkingar sem takast á og berjast um yfirráðin í flokknum.  Mest hefur borið á ágreiningi á milli Steingríms J. og Ögmundar Jónassonar og án nokkurs vafa mun VG klofna í tvo flokka fyrr eða síðar og munu nýju flokkarnir verða undir forystu þessara tveggja fyrrverandi samherja í stjórnmálunum.

Fróðlegt verður að sjá hvorri fylkingunni Lilja mun fylgja, eða hvort hún mun hreinlega ganga í Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Segir sig úr ríkisfjármálahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband