Ótrúlega mikill stuðningur við ráðherrana

Samkvæmt nýrri Gallupkönnun njóta ráðherrar ríkisstjórnarinnar ótrúlega mikils stuðnings kjósenda, en 41% eru ánægðir með Steingrím J., rúmlega 27% sögðust ánægð með störf  Jóhönnu Sigurðardóttur og allt að 14% eru yfir sig ánægðir með Álfheiði Ingadóttur.

Þetta verður að teljast ótrúlega mikill stuðningur við ráðherra, sem alls ekki valda störfum sínum, en Jóhanna er líklega slakasti forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun, Steingrímur J., skattaglaðasti lýðveldisráðherrann og sá allélegasti í samskiptum við erlenda ofsækjendur þjóðarinnar og á Álfheiði er ekki eyðandi orðum, en hún er einhvert misheppnaðasta dæmi um ráðherra, sem sögur fara af.

Miðað við getuleysi ríkisstjórnarinnar við að koma efnahagslífinu í gang aftur eftir hrunið og raunar harða baráttu hennar gegn allri atvinnuuppbyggingu í landinu og allrahelst ef hægt væri að fá inn í landið erlenda fjárfestingu, en það er einmitt það sem mest er þörfin fyrir nú um stundir.

Óska verður ráðherrunum til hamingju með þessa útkomu í skoðanakönnunni, að teknu tilliti til aðgerða- getu- og framtaksleysis þeirra við stjórn landsins.

 

 


mbl.is Flestir ánægðir með störf Rögnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbirnirnir í góðum málum?

Síðustu ár hefur því verið haldið fram að ísbirnir séu í útrýmingarhættu vegna þess að hafís sé algjörlega að hverfa á norðurslóðum.  Nú berast hins vegar fregnir af því, að hafísinn hafi aukist svo mjög í Noður-Íshafinu, að hann sé orðinn eins mikill og hann var, fyrir árið 2000.

Í fréttinni segir:  "Dr. Mark Serreze, við bandarísku ísrannsóknamiðstöðina, sem tók upplýsingarnar saman segir að þessar nýju niðurstöður þýði ekki að hnattrænni hlýnun sé lokið. Hann segir að vöxt hafíssins megi þakka óvenju miklum kuldum, einkum í Beringshafi." 

Þrátt fyrir þessar kenningar um jarðarhlýnunina hafa verið óvenju miklar vetrarhörkur um alla Evrópu og í Norður Ameríku, og þar við bætast þessar nýju fréttir af aukningu hafíssins á norðurhjaranum.

Vísindamenn verða sjálfsagt ekki í vandræðum með að útskýra hvernig þakka megi hlýnun andrúmsloftsins þessa óvenjulegu kulda.

Ísbirnirnir þurfa að minnsta kosti ekki að kvíða því, að verða heimilislausir á næstunni. 


mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband