Hvað segja ESBsinnar við þessu?

ESB og AGS eru að fara á límingunum vegna efnahagsástandsins innan ESB og óttast ekkert meira um þessar mundir en að Evrópusambandið klofni í frumeindir sínar og/eða að myntbandalagið sé búið að renna sitt skeið.

Lánshæfismat Grikklands er komið í ruslflokk og Spánn, Portúgal og Írland virðast á sömu leið og hætta er á að Ítalía fylgi jafnvel á eftir.  Skuldaklafi þessara þjóða er að sliga þær og þar sem efnahagskerfi landanna eru svo ólík innbyrðis, að evran er farin að verða þeim til trafala, en ekki sú björgun sem menn ætluðu henni að verða.

Núna þarf að draga umsókn Íslands um að fá að verða áhrifalaus útnárahreppur í þessu hryllingsbandalagi til baka, enda algerlega glórulaust að bindast þeim glundroða í efnahagsmálum, sem nú eru að skella á ESB.

Fréttin endar á þessari tilvitnun í framkvæmdastjóra AGS:  "Strauss-Kahn telur hins vegar að ástandið á Grikklandi geti breiðst út til fleiri landa. „Við þurfum að endurvekja traust ... Ég er sannfærður um að við náum að leysa vandann. En ef við komum Grikkjum ekki til hjálpar, mun það hafa mjög miklar afleiðingar fyrir Evrópusambandið.“

Hvað segir Samfylkingin og aðrir nytsamir ESB sakleysingjar við þessu?


mbl.is Ástandið gæti breiðst um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsæl lausn vegna gagnaversins

Iðnaðarnefnd Alþignis hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um fjárfestingarsamning við Verne Holding vegna gagnavers félagsins á Suðurnesjum og er þar lagt til að stytta samningstímann um helming, úr tuttugu árum í tíu ár, auk þess að með ákvæði í samningum fellur Novator, félag Björgólfs Thor, frá fjárhagslegum ábata sem tengist beinlínis fjárfestingasamningnum.

Það er ekki alveg augljóst, hvernig á að reikna þennan ábatahlut Novators út, en einhver reikniregla hlýtur að liggja að baki fyrst félagið ætlar að láta hann renna í ríkissjóð.  Það út af fyrir sig er virðingarvert og með þessu verður vonandi síðustu hindruninni rutt úr vegi í þessu mikilvæga atvinnusköpunarmáli.

Hérna á blogginu var lagt til, að skilyrða samninginn við að Novator yrði gert að selja sig út úr verkefninu, en nefndin telur slíkt ekki standast jafnræðisreglu og þá vaknar spurning um hvort það skilyrði sem félaginu er sett í breytingartillögunni standist nokkuð frekar jafnræðisregluna.

Vonandi fer þingið ekki að eyða allt of löngum tíma í þras um þetta mál, en afgreiði það sem allra fyrst, því vinnufúsar hendur bíða með óþreyju eftir því að verkið hefjist.


mbl.is Þingið kveður upp siðferðisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hægt að kenna Icesave um að lítið þokast

Þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmu ári síðan neyddi Samfylkingin Vinstri græna til að samþykkja aðildarumsókn Íslands að ESB, enda væri innlimun í stórríkið eina von landsins í efnahagsþrenginum þess.  Reyndar hélt Jóhanna Sigurðardóttir því fram, að aðildarumsóknin ein og sér myndi auka svo mikið traustið á íslenskum efnahag, að öll viðskipti við erlendar lánastofnanir myndu sjálfkrafa komast í besta horf.  Reyndar var að sögn Jóhönnu allra brýnast af öllu, að reka seðlabankastjórana, til þess að hægt væri að lækka vexti og styrkja krónuna, enda var fyrsta verkið að reka þá, en ekkert breyttist reyndar við það.

Þegar ekkert gekk eftir varðandi þessi atriði, var gripið til þeirrar skýringar að hér skylli á frostavetur í efnahagsmálunum, ef ekki yrðu samþykkar fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave, enda setti AGS uppgjöf Íslands í því máli, sem skilyrði fyrir frekari efnahagssamvinnu við Íslendinga. 

Icesavekúgunin tókst ekki eins og ríkisstjórnin ætlaði sér og AGS endurskoðaði efnahagsáætlunina og sjóðurinn og norðurlöndin, ásamt Póllandi samþykktu að greiða út annan hluta af lánsloforðum sínum og þar með hefði öll vandamál að leysast, samkvæmt fyrri yfirlýsingum ráðherranna.

Þar sem ekkert af þessum lausnum hafa dugað til að slá á getu- og hugmyndaleysi stjórnarinnar í atvinnuuppbyggingu landsins, þá er enn gripið til Icesave til að réttlæta ræfildóminn við lausn á brýnasta vandanum, sem er að koma almennilegum skriði á atvinnulífið og minnka þar með atvinnuleysið.

Á meðan ríkisstjórnin hefur enga trú á sjálfri sér og eigin getu, munu engir aðrir treysta henni, allra síst erlendar lánastofnanir.

 


mbl.is Icesave tefur afnám gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir hafa fjárfestingagetu upp á 500 milljónir?

Smáralindin er nú auglýst til sölu, en eignarhaldsfélag hennar er eitt af þeim fyrirtækjum sem bankarnir hafa þurft að taka upp í skuldir útrásarvíkinganna, en ekki eitt einasta af fyrirtækjum þeirra snillinga virðist hafa gengið hjá þeim í rekstri, enda blóðmjólkuð af öllu eigin fé, í formi arðgreiðslna til skúrkanna sjálfra.

Í fréttinni kemur fram að:  "Söluferlið hófst 28. apríl 2010 og er opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna."  Ekki er víst að margur maðurinn á Íslandi nú til dags hafi fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna nema útrásarglæponarnir, sem hljóta að eiga einhversstaðar einhverja aura afgangs af öllum þeim milljörðum króna, sem þeir skömmtuðu sér í arð í "gróðærinu".

Jón Geral Sullenberg skrifar opið bréf til Jóns Ásgeirs í Bónusi í Mongunblaðinu í morgun þar sem hann biður hann að útskýra hvað hafi orðið um allan þann arð, sem hann og fjölskylda hans greiddi sér út út gjaldþrota fyrirtækjum sínum, alveg fram á síðustu dagana fyrir bankahrun og eins hvernig þotur, snekkjur, skíðahallir og lúxusíbúðir upp á milljaða króna var fjármagnað.  Svar frá Bónusdrengnum hlýtur að birtast á sama stað fljótlega.

Nú er að sjá hvort Smáralindin verður keypt fyrir Tortola- eða Luxemborgarpeninga, nema mjög stór hópur annarra en útrásarglæpamanna taki sig til og safni saman 500 - 1000 milljörðum til að leggja í púkkið.


mbl.is Smáralind til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein lög fyrir alla

Nú á tímum þykir ýmislegt í fari manna og gerðum alveg eðlilegt og sjálfsagt, sem áður og fyrrum þótti bæði óeðlilegt og ósiðlegt og var þar af leiðandi bannað með hörðum viðurlögum, jafnvel dauðadómum.  Samkynhneygð féll undir þessa skilgreiningu og gerir reyndar enn í sumun löndum og enn tíðkast dauðarefsing vegna slíkra mannlegra kennda í nokkrum löndum.

Kennisetningin hefur verið sú í gegnum tíðina, að hjónaband skyldi einungis viðurkennt milli karls og konu og hlýtur að hafa byggst á þeirra tíma þjóðfélagsháttum þar sem karlinn hafði það hlutverk að afla bjargar í búið og vernda fjölskyldu sína og ætt fyrir utanaðkomanandi áreiti.  Börnin, sérstaklega strákarnir voru síðan líftryggingarfélag foreldranna og bar að sjá fyrir þeim í ellinni og eins systrum sínum, féllu eiginmenn þeirra frá.

Nú eru tíma breyttir, þó ekki allsstaðar, því enn er karla- og feðraveldi við líði víða og annarsstaðar tekur nokkrar kynslóðir að breyta hugsunarhætti fólks um gömul gildi, en a.m.k. á vesturlöndum er farið að viðurkenna fjölskyldur, sem samsettar eru af einstaklingum af sama kyni og börnum þeirra, enda vandalaust fyrir konur að eignast börn, án þess að notast við gamla lagið og karlar geta ættleitt börn, hafi þeir á því áhuga.

Vegna þessara þjóðfélags- og hugarfarsbreytingar eiga auðvitað að gilda ein lög í landinu fyrir alla þegna, hver sem kynhneygð þeirra er og eiga öll lög um sambúðarfólk, rétt þeirra, skyldur og erfðir að gilda jafnt fyrir alla.

Jafnvel íhaldssöm stofnun, eins og kirkjan, er að verða tilbúin til þess að viðurkenna þetta.


mbl.is Biskup býst við einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evruland í ruslflokki

Ísland hefur orðið fyrir hlutfallslega mesta bankahruni í veröldinni og er í mikilli fjármála- og skuldakreppu, sem ekki sér fyrir endann á ennþá.  Þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið hefur tekist að halda uppi bankaþjónustu við almenning, þó mikið vanti upp á að þjónustan við atvinnulífið sé komin í viðunandi horf.

Lánshæfismat íslenska ríkisins og þjóðarinnar í heild er í næsta flokki fyrir ofan ruslflokk, þ.e. það hefur haldist í fjárfestingarflokki og ástandinu nýlega verið breytt úr neikvæðu í stöðugt.  Þeir sem lenda í ruslflokki í þessum mötum teljast ekki lengur nógu traustir aðilar, til þess að óhætt sé að versla með skuldabréf þeirra af öryggi á fjármálamörkuðum, því í slíku mati felst spá, um að viðkomandi muni ekki geta greitt skuldir sínar í nánustu framtíð.

Grikkland hefur nú dottið niður í ruslflokk hjá matsfyrirtækjunum og getur því ekki lengur endurfjármagnað skuldir sínar og hefur orðið að leita til AGS og ESB eftir neyðarhjálp.  Því hefur lengi verið haldið fram, að Íslendingar hefðu ekki lent í neinni kreppu, ef þeir hefðu verið gengnir ESB á hönd og búnir að taka evruna upp sem gjaldmiðil.

Grikkland, Spánn, Ítalía, Írland, Portúgal og fleiri ESB lönd hafa nú afsannað þessa kenningu á eftirminnilegan hátt.


mbl.is Skuldir Grikkja verða endurfjármagnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband