Banna þarf búrkur og blæjur

Trúarbrögðin skiptast í alls kyns söfnuði og iðkar hver trúboðið eftir eigin geðþótta og túlka trúarritin á svo mismunandi hátt, að varla er hægt að greina að um söfnuði af sömu trú sé að ræða.

Kóraninn segir ekkert um að konur skuli hylja andlit sín á almannafæri, en vegna karlaveldisins í múslimalöndum, hafa einhverjir á leiðinni frá Múhameð til nútímans, komið á þeirri viðbótarundirokun kvenna, að skylda þær til að ganga með andlitsblæjur eða jafnvel í búrkum sem hylja líkamann frá toppi til táar og aðeins er net í augnhæð, sem konurnar geta skoðað heiminn í gegnum.  Líklega eru þessir öfgar sprottnir af þeirri boðun Múhameðs að konur skyldu hylja hár sitt, en vegna afbrýðissemi karlanna hefur þeim dottið blæjan og búrkan í hug, sem vörn gegn því að aðrir karlmenn gætu dáðst að konum þeirra og dætrum, enda ákveða feðurnir hverjum dæturnar skuli giftar.

Belgar hafa nú bannað blæjur og búrkur á almannafæri og Frakkar eru í þann mund að fylgja því fordæmi.  Ekki er það vegna þess að svo margar múslimakonur séu neyddar til þess að bera þessa ömurlegu búninga, heldur til að hjálpa þeim að aðlagast evrópsku samfélagi, sem karlarnir vilja í mörgum tilfellum meina þeim að gera.

Áður en blæjur og búrkur fara að sjást á götum hérlendis verður Alþingi að setja lög sem banna þennan kúgunarklæðnað, enda á hérlendis að ríkja fullt jafnrétti karla og kvenna, en konur sem neyddar eru í þessa búninga verða alltaf afskiptar.

Alþingi þarf að bregðast við nú þegar og sýna fyrirhyggju, en á það hefur skort í mörgum málum.  Of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann. 

Það er líka allt of vel þekkt, að of seint er að bjarga bönkum, eftir að þeir hafa verið rændir inanfrá.


mbl.is Ver bann við blæjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagstæðar lántökur?

Dagur B. Eggertsson, varaformaðu Samfylkingarinnar, oddviti hennar í Reykjavík og borgarstjóraefni flokksins, boðar átak í atvinnumálum í borginni, sem á að byggjast á samstarfi við ríkisstjórnina, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og aðra velunnara.

Þetta er göfug stefna, sem varaformaðurinn ætti að kynna fyrir formanni Samfylkingarinnar og öðrum í ríkisstjórninni, því eins og allir vita hefur ríkisstjórnin barist með oddi og egg gegn hvers konar uppbyggingu nýtta atvinnutækifæra og beitt til þess öllum tiltækum ráðum, sem ríkisstjórn getur búið yfir.

Fjármögnun þessarar atvinnuuppbyggingar í borginni á að vera mjög auðveld, enda á hún að byggjast á lánum, eða eins og segir í stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar:  Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði."

Í samtali sínu við forsætisráðherrann gæti Dagur spurst fyrir um þá margendurteknu yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að hvergi sé hægt að fá lán á góðum kjörum, vegn þess að ekki sé búið að gangast undir fjárkúgun Breta og Hollendinga vegna Icesave.  Einnig hefur hann margsagt sjálfur að skuldastaða borgarinnar sé allt of mikil og vinda þyrfti ofan af henni.

Það undarlega í þessu öllu er, að sennilega trúa stuðningsmenn Samfylkingarinnar bæði formanninum og varaformanninum, þó þeir tali algerlega í sitt hvora áttina í flestum málum.


mbl.is Vilja stefna að 3,5% hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðarbúar varasamastir?

Stephen Hawking, breskur stjarneðlisfræðingur, varar við tilraunum til að hafa samband við lífverur á öðrum hnöttum, vegna þess að hætta gæti verið á að þær myndu nýta jörðina sem nýlendu og ræna hana öllum auðæfum.

Þetta er reyndar hugsunarháttur, sem ríkt hefur á jörðinni í árhudruð og voldug ríki stundað skefjalaust að gera önnur, sem veikari eru fyrir, en þó rík af náttúruauðlindum og vinnuafli, að nýlendum sínum og arðrænt miskunnarlaust.  Þó þetta heyri nú að sumu leyti fortíðinni til, eymir þó ennþá eftir af þessu hjá stórþjóðum og er tilraun Breta og Hollendinga til að gera Ísland að skattanýlendu sinni síðasta dæmið um nýlendukúgun.

Hawking segir m.a:  „Við þurfum ekki að líta lengra en í eigin barm til að sjá hvernig vitsmunalíf gæti þróast í eitthvað sem við viljum ekki eiga samskipti við."

Líklega svara lífverur annarra hnatta engum boðum frá jörðinni einmitt vegna óttans um að jarðarbúar myndu undiroka hnetti þeirra sem nýlendur í sína þágu.

Það væri alveg örugglega ekki ástæðulaus ótti.


mbl.is Geimverur geta verið varhugaverðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband